fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Gunnar Hrafn afhjúpar innanhússstríð hjá RÚV

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður Pírata, segir mikla spennu hafa ríkt á Ríkisútvarpinu sem hefur verið óleyst í rúman áratug. Gunnar svarar þræði Dóru Magnúsdóttur, fyrrverandi varaborgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar þar sem hann lætur fylgja sögur máli sínu til stuðnings.

Dóra gagnrýndi sjónvarpsfréttir RÚV í gærkvöldi en henni þótti undarlegt hversu seint fréttastofan fjallaði um líkfundinn á Sólheimasandi. Segist hún hafa þá tilfinningu um að fréttin hefði farið í meiri forgang hefði umfjöllunarefnið snúist um tvö íslensk ungmenni í óveðri. Gunnar Hrafn segir að RÚV setji aldrei sömu fréttamál framarlega til umfjöllunar í fréttum klukkan 18 og 19, nema að um hamfarir að ræða. Gunnar Hrafn starfaði áður sem útvarpsmaður á RÚV og telur sanngjarnt að gagnrýna þessa stefnu.

„Ekki er hægt að gera ráð fyrir að allir heyri báða fréttatíma, en þetta er afleiðing ákveðinnar spennu sem myndaðist við sameiningu útvarps og sjónvarps 2009 og aldrei var unnið úr,“ segir Gunnar Hrafn. „Það eru margar sláandi sögur frá þessu ferli og aðdragandanum, meðal annars hvernig fréttastofur sjónarps- og útvarps földu upplýsingar í tölvukerfum svo að hinn aðilinn myndi ekki „stela fréttum“.”

Gunnar Hrafn segir að í kjölfar áherslubreytinga hjá RÚV árið 2009, hafi þær haft ýmsar jákvæðar breytingar í för með sér á fréttastofunni en jafnframt fáeinar slæmar, eins og umræddur rígur á milli deilda sjónvarps og útvarps. „Ef ég hefði ekki unnið þarna og setið við borðið þegar stefnan var mynduð held ég að maður myndi lítið skilja í þessari forgangsröðun en allt á sér skýringar. Ég var persónulega ósammála þessari stefnu, en vinn náttúrlega ekki þarna lengur,“ segir Gunnar Hrafn.

„Ég náði rétt í endann á þessu fyrirkomulagi. Ég var ráðinn á Sjónvarpið þar sem ég lærði að merkja öll skúbb sem „Loftmyndir“ eða „Vegamál“ því það voru þeir tveir flokkar sem útvarpsmenn nenntu aldrei að reyna að brjótast inn í í okkar tölvukerfi. Þegar ég var með updeit á Kaupþingsskjölin sem ég lak sjálfur í fréttastofuna skýrði ég fréttina: „Loftmyndir af vegagerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Pútín niðurlægður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskylda reyndi að losa sig úr viðjum endalausra biðlista heilbrigðiskerfisins – Kostaði allt spariféð og atvinnumissi

Fjölskylda reyndi að losa sig úr viðjum endalausra biðlista heilbrigðiskerfisins – Kostaði allt spariféð og atvinnumissi
Fréttir
Í gær

Ungur íslenskur maður rekinn fyrir þjófnað – „Hvað geri ég ef ég er boðinn í viðtal og er spurður út í síðasta starf?

Ungur íslenskur maður rekinn fyrir þjófnað – „Hvað geri ég ef ég er boðinn í viðtal og er spurður út í síðasta starf?
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli