fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðbrögð félaga minna eru lýsandi um þá trú, eða öllu heldur vantrú, sem Íslendingar hafa á stjórnvöldum. Tortryggnin ræður ríkjum,“ segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og stofnandi Viðreisnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni fjallar Benedikt meðal annars um umræðuhefð og þöggun í íslensku samfélagi. Hann nefnir tvö mál úr umræðunni að undanförnu, annars vegar Samherjamálið og hins vegar vandamál Landspítalans.

„Nú er tveir mánuðir síðan sjónvarpið fjallaði um meint afbrot íslensks fyrirtækis í Afríku. Ekki er of djúpt í árinni tekið að segja að þjóðin hafi verið slegin eftir þáttinn. Fréttir bárust af því að nokkrir hefðu í kjölfarið verið handteknir í Namibíu, ráðherrar þurftu að segja af sér og kunnugir segja að enn sé þetta mál stöðugt í umræðunni þar í landi. Fjármálaráðherra Íslands tjáði sig um málið: „Auðvitað er rót vandans í þessu tiltekna máli veikt og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera einhvers konar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Hér vísar ráðherrann til þess að Namibía hafi kallað yfir sig ósköpin með veiku og spilltu stjórnkerfi.“

Benedikt rifjar svo upp að hann verið í samkvæmi á dögunum þar sem Samherjamálið kom til umræðu.

„Fyrir réttri viku var ég í samkvæmi með hópi virðulegra manna á sjötugsaldri. Það kom mér á óvart að í þessum hópi var brosað að ummælum ráðherrans. Jafnframt greinilegt að flestir viðmælendanna voru sannfærðir um að á Íslandi yrði ekkert frekar gert með málið. Það yrði þagað í hel. Sjálfur hef ég trú á því að hér á landi sé hvorki spillt né sérlega veikt stjórnkerfi. Þar til bær yfirvöld munu örugglega rannsaka málið ofan í kjölinn og ákveða svo hvort þau telja ástæðu til frekari aðgerða. En viðbrögð félaga minna eru lýsandi um þá trú, eða öllu heldur vantrú, sem Íslendingar hafa á stjórnvöldum. Tortryggnin ræður ríkjum.“

Benedikt segir að þetta sé kannski ekki svo skrýtið því „hefðbundnir“ íslenskir stjórnmálamenn hafi langa reynslu af því að sveipa erfið mál þagnarhjúpi. Rifjar hann upp ummæli Svandísar Svavarsdóttur á fundi með læknaráði Landspítalans máli sínu til stuðnings. Sagði hún það meðal annars vera áskorun að standa með Landspítala vegna ályktana sem tala um að stofnunin sé nánast hættuleg.

„Margir hafa skilið ummælin á þann veg að ráðherrann vilji ekki fá gagnrýni á sína stjórnun. Sá skilningur er eðlilegur miðað við hve viðkvæmir stjórnmálamenn eru oftast fyrir gagnrýni. Þeir sem segjast vera með þykkan skráp verða oftast sárastir, ef út á störf þeirra er sett. En auðvitað má líka hugsa sér að ráðherrann hafi hreinlega verið búinn að fá nóg af því að þeir, sem ættu að halda gæðum íslenska heilbrigðiskerfisins á lofti, gerðu stöðugt lítið úr því.“

Benedikt endar grein sína á að segja að umræðuhefð geti verið með ýmsum hætti, en án umræðu verði engar framfarir. Þá segir hann að á ferð sinni um landið sem stjórnmálamaður hafi hann einu sinni fengið dónalegar viðtökur.

„Þöggun er virkt stjórntæki þeirra sem vilja verja sérréttindi. Á ferðum mínum um landið sem stjórnmálamaður varð ég bara einu sinni fyrir dónalegum viðtökum. „Eigandi“ lítils sjávarpláss sagði mér að minn málflutningur ætti lítinn hljómgrunn í sínum bæ. Síðast hefði einn íbúi kosið Viðreisn. Það myndi ekki endurtaka sig. Boðskapurinn var skýr: Ég kæri mig ekki um að „mínir þegnar“ heyri svona tal og fái nýjar hugmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi