fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Svona býr elítan á Íslandi – Líklega dýrustu fermetrar Íslands – „Stundum gleymir maður því hvað ofsalega ríka fólkið á Íslandi er ofsalega ríkt“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 10. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Ásgeirsson, forritari og þekktur guðleysingi, vekur athygli á Twitter á nokkuð sérkennilegri fasteignaauglýsingu á Vísi. Þar er 169,3 fermetra þriggja herberja íbúð auglýst á 159 milljónir króna. Fasteignamatið er þó einungis ríflega 30 milljónir. Verð á fermetra er líklega með því mesta sem sést hefur á Íslandi. Íbúðin stendur við Bryggjugötu í nágrenni við Hörpuna. Myndir af henni má sjá hér neðst.

Þess má geta að í október í fyrra var meðalverð á fermetrann í miðborginni 538 þúsund krónur. Fyrir tveimur árum gerði DV úttekt á því hvar dýrustu fermetra Íslands mætti finna. Þá fann DV einungis níu eignir þar sem fermetrinn kostaði yfir 800 þúsund krónur. Dýrasti fermetrinn þá var þriggja herbergja íbúð í Skuggahverfinu en þar kostaði fermetrinn svipað og í fyrrnefndri íbúð, tæplega eina milljón króna.

Sjá einnig: Eru þetta dýrustu fermetrar Reykjavíkur?

Matthías segir að þessi auglýsing veiti ákveðna innsýn inn í heim elítunnar á Íslandi. „Forvitnileg auglýsing fyrir áhugafólk um ríka fólkið á Íslandi. Þetta er ein af minnstu og ódýrustu íbúðunum í þessum húshluta (með útsýni að höfninni), 170fm á annari hæð og kostar 159 milljónir). Ætli penthouse íbúðirnar fjórar verði ekki á 300m+? Stundum gleymir maður því hvað ofsalega ríka fólkið á Íslandi er ofsalega ríkt. Nema þeir sem standa að þessu verkefni séu að ofmeta það, sem er hugsanlegt,“ segir Matthías.

Sjá einnig: Dýrustu fermetrar Íslands

Jökull Sólberg veltir fyrir sér í athugasemd hvort íbúðin sé ætluð öðrum en Íslendingum. „Er þetta kannski fyrir útlendinga? Þó margir Íslendingar hafi eflaust efni á svona rugli þá held ég að markaðurinn sé global elite,“ skrifar hann. Því svarar Matthías: „Ég heyrði einu sinni talað um íbúðirnar við Hafnatorg þannig að útlendingar ættu að kaupa (og Beckham nefndur sérstaklega). Heyrði líka að einhverjir útlendingar hefðu kynnt sér málið og þegar þeir komust að því að það væri ekki sólarhrings dyragæsla hefðu þeir sagt nei takk!“

Óli nokkur bendir svo á að sé tekið 80 prósent lán þá séu mánaðarleg greiðsla vel ríflega 700 þúsund krónur. „Fyrir hvern er svona? Rík pör eða mjööög ríka einstæðinga? Þetta er mánaðar greiðslan mv. 80% plebbalán.“

Fasteignasalan Miklaborg lýsir íbúðinni meðal annars svo: „Austurhöfn er glæsileg bygging með metnaðarfullri hönnun og staðsett á einstökum reit við höfnina í Reykjavík. Íbúðarbygging þar sem engu er til sparað hvort sem litið er til innréttingja, tækja, þjónustu sem og allan frágang að innan sem utan. Skjólgóður garður er rammaður inn af byggingunni. Allflestum íbúðum fylgja 1-2 stæði í læstri bílgeymslu. Áhersla er lögð á bjartar og fallegar íbúðir með stóra gólfsíða glugga á völdum stöðum. Gæði eru sett á nýjan stall með íbúðum við Austurhöfn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi