fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Þetta eru fimm verstu gististaðirnir í Reykjavík: „Þetta var í hreinskilni versta reynsla ævi minnar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2020 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónir ferðamanna um heim allan reiða sig á heimasíðu Tripadvisor þegar kemur að vali á gistingu, veitingastöðum og afþreyingu. Á vefnum er bæði hægt lesa umsagnir annarra og sömuleiðis deila upplifun sinni, hvort sem hún er góð eða slæm.

Vissulega á ekki að taka upplifun einstakra ferðamanna sem heilögum sannleika, en óneitanlega fara viðvörunarbjöllur í gang þegar hver umfjöllun á fætur annarri er neikvæð.

DV tók saman þá gististaði í Reykjavík sem fengið hafa hvað versta útreið  frá notendum síðunnar undanfarin misseri. Allir þessir gististaðir eiga það sameiginlegt að fá minna en þrjár stjörnur í einkunn.

 Travel Inn Guesthouse.

Travel Inn Guesthouse við Sóleyjargötu í 101 Reykjavík fær 2 og hálfa stjörnu í einkunn og 57 gestir af 168 gefa hótelinu einkunnina „hræðilegt.“

Einn gestur segist ekki óska sínum versta óvini að gista á Travel Inn Guesthouse. Ljósmynd/Skjáskot af vef Tripadvisor.

Setningar á borð við „Martröð í Reykjavík“,  „Hryllingshús“,  „Haldið ykkur í burtu frá þessu greni“ og  „Gistiheimili frá helvíti“ eru á meðal umsagna.

Einn gestur segir að herbergið hans hafi verið „í kjallaranum, með engri loftræstingu og allt úti í myglu“:

„Reynið að forðast þetta hryllingshús. Geðvondur og drukkinn móttökustarfsmaður tók á móti okkur en fann ekki bókunina okkar, sagði okkur síðan hvað væri EKKI leyft í húsinu, var með klámsíðu opna í tölvunni hjá sér og bauð okkur síðan að vera nakin inni í húsinu.“

Annar gestur segist hafa verið svo í miklu uppnámi eftir dvölina að hann hafi fundið sig knúinn til að skrifa sína fyrstu umsögn á Tripadvisor-síðuna. Lýsir hann því meðal annars að „baðherbergisgólfið hefði verið þakið líkamshárum, rúmfötin hafi verið alsett götum og blettum og handklæðið hart eins og pappi.“

Annar gestur segist ekki óska sínum versta óvini að gista á þessum stað:

„Það var margt í ólagi, til að mynda stiginn við aðaldyrnar, sem leit út fyrir að vera að fara að hrynja á hverri stundu.“

Þá ritar bandarísk kona að eigandinn hafi verið drukkinn í návist hennar og leitað á hana.

„Ég var óörugg á nóttunni út af honum. Forðist þetta gistiheimili fyrir alla muni.“

Egilsborg Guesthouse

Egilsborg Guesthouse, sem er í Þverholti, fær 2 og hálfa stjörnu í einkunn á síðunni en stór hluti gesta, 32 af 76, gefur hótelinu verstu mögulegu einkunn.

Óánægður gestur segist aldrei ætla til Íslands aftur eftir að hafa dvalið á Egilsborg. Ljósmynd/Skjáskot af vef Tripadvisor.

Einn gestur segir notaðar ungbarnableyjur hafa blasað við honum þegar opnaði dyrnar að herberginu hans. Þegar hann hafi beðið um að fá að afturkalla bókunina hafi hann mætt dónaskap og árásum.

Annar gestur skrifar:

„Starfsfólkið er falskt, dónalegt og er bara á eftir peningunum þínum. Þau létu mig líða mjög óþægilega.“  

Annar gestur segir húsið allt hafa angað tóbaksreyk enda hafi starfsfólkið staðið og reykt í dyragættinni. Annar gestur varar ferðamenn við hótelinu með orðunum: „Þetta verður þín versta martröð“.

„Það sem þú færð er herbergi á stærð við eldspýtustokk, sem uppfyllir engar brunavarnar- eða öryggiskröfur. Allt bilað, hræðileg klósett og sturta, sameiginlega eldhúsið er ónothæft og þjónustan er vond,“ ritar gesturinn og bætir við að hann ætli aldrei að ferðast aftur til Íslands eftir þetta. „Þetta skilur þig eftir með óbragð í munninum.“

Pavi Apartments

Pavi Apartments, sem einnig er í Þverholti, fær 2 og hálfa stjörnu í einkunn en 57 af 193 gestum gefa hótelinu einkunnina „hræðilegt.“

Hótelið er meðal annars sagt vera „það versta á Íslandi.“ Ljósmynd/Skjáskot af vef Tripadvisor.

Einn gestur segir herbergið hafa lyktað eins og „rotin egg.“ Rúmin hafi verið skítug og rúmfötin gömul.

Annar  gestur segir hótelið vera það ógeðslegasta sem hann hafi nokkurn tímann séð: „Hár á koddunum, skítug og götótt rúmföt, skítugt baðherbergi.“

Annar gestur segir hótelið „hugsanlega það versta á Íslandi.“ Bendir hann ferðalöngum á að fyrir andvirði einnar máltíðar og bjórglass sé hægt að fá mun betri gistingu annars staðar.

„Ekki bóka herbergi hérna nema þú sért örvæntingarfull/ur,“ skrifar hann.

„Þetta var í hreinskilni versta reynsla ævi minnar,“ ritar annar gestur.

„Eigandinn ruddist bókstaflega inn í herbergið okkar öskrandi og áreitti okkur: sagði við þýska vinkonu okkar að hún væri Hitler vegna þess að hún þvoði fötin sín þarna. Þetta var afskaplega óviðeigandi. Hótelstjórinn var vinalegur og sagðist ekki geta gert neitt við því að eigandinn væri svo fáránlega hræðilegur. Eigandinn heimtaði að við borguðum honum 4.000 krónur fyrir fjórðungshluta af vatni í baðkar sem við notuðum til að þvo fötin okkar.“

Retro Hostel

 Retro Hostel, við Skógarhlíð í Reykjavík, fær 2 stjörnur í einkunn frá notendum Tripadvisor en 6 af 14 gestum gefa hótelinu einkunnina „hræðilegt.“

Einn gestur segist ekki hafa treyst sér til að nota klósettin á hótelinu. Ljósmynd/Skjáskot af vef Tripadvisor.

„Sturturnar voru skítugar, rúmin voru óþægileg og það var erfitt að sofa fyrir hávaðanum í moskunni uppi,“ skrifar einn. Annar gestur segir hótelið duga sem gistiskýli, en ekki mikið meira en það. Annar segir sturturnar hafa verið „ógeðslegar.“

Enn einn segir húsnæðið hafa verið afar skítugt ogað hann hefði frekar kosið að nota salerni á hinum ýmsu kaffihúsum í borginni, en það sem var á hótelinu.

Hótel Adam

Í tengslum við þessa umfjöllun er vert að minnast á Hótel Adam við Skólavörðustíg en umræddur gististaður hefur margoft ratað í fréttirnar undanfarin misseri, ekki síst þegar í ljós kom að reynt hafði verið að selja ferðamönnum kranavatn á flöskum og vara þá við því að drekka beint úr krananum. Hótelinu var lokað í júlí 2018 að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, rúmlega átta mánuðum eftir að rekstrarleyfi staðarins rann út.

Um það leyti þegar hótelinu var lokað var að finna 129 umsagnir á síðu Tripadvisor og 63 af þeim gáfu hótelinu verstu mögulegu einkunn.

„Versta og skítugasta hótel sem ég hef verið á um ævina,“ ritar einn gestur.

„Það var allt hræðilegt á þessu hóteli, önugur og ruddalegur eigandi, skítugt herbergi og baðherbergi, rúmfötin voru skítug og þakin blóðblettum, byggingin var ljót. Konan mín grét allan eftirmiðdaginn eftir að við komum vegna þess að eigandinn neitaði að endurgreiða okkur. Við skoðuðum að fara á annað hótel en það var alls staðar fullt, enda háannatími,“ skrifaði hann og bætti við:

„Ekki gista þarna, alveg sama hvað. Ég hef gist á vegahótelum í þróunarlöndum sem voru betri en þetta svokallaða hótel í miðborg Reykjavíkur.“

Annar gestur skrifar kostulega umsögn og þótt eflaust megi deila um sannleiksgildi hennar þá er óhætt að fullyrða að hún sé nokkuð skondin. Gesturinn fullyrðir að reimt sé á hótelinu.

„Það er kvenkyns vofa í herbergi númer 200, hún birtist við hliðina á rúminu á hverju kvöldi. Ég kvartaði undan þessu við starfsfólkið og fékk loksins hreint herbergi seinustu nóttina, þetta var gjörsamlega fáránlegt! Þau vissu að herbergið væri reimt og samt létu þau fólk gista þar!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að margir Pólverjar muni leita til Íslands á næstunni

Telur að margir Pólverjar muni leita til Íslands á næstunni
Fréttir
Í gær

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna
Fréttir
Í gær

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“