fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hörður bendir á ótrúlegan árangur seinustu tíu ára -„Þetta gerðist ekki allt af sjálfu sér“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2020 11:05

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hrósar efnahagslegum árangri Íslands á seinasta áratug í nýjasta pistil sínum sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.

Hörður segir að ástandið hafi verið slæmt og mikil óvissa hafi ráðið ríkjum í byrjun áratugarins. Hann telur að úrlausn Íslendinga á Icesave-málinu svokallaða hafi verið afar góð, sérstaklega í samanburði við fyrirhugaða Icesave-samninga.

„Efnahagsástandið var ekki gæfulegt við upphaf síðasta áratugar. Djúpstæður efnahagssamdráttur, mikið atvinnuleysi, raungengi krónunnar langt undir sögulegu meðaltali og vextir um tíu prósent. Mikil óvissa var um framhaldið – ekki síst um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins – og fáir höfðu svör við því hvernig hægt yrði að afnema fjármagnshöft án þess að eiga hættu á annarri efnahagslegri kollsteypu. Staðan var því svört. Hún hefði engu að síður getað orðið verri ef þáverandi ríkisstjórn hefði tekist það ætlunarverk sitt að fá þjóðina til að gangast í ábyrgð fyrir löglausum Icesave-kröfum gamla Landsbankans. Þeir samningar, sem hefðu alltaf kostað okkur um 200 milljarða í gjaldeyri vegna vaxtagreiðslna til Breta og Hollendinga, hefðu gert það verkefni að losa um höftin enn erfiðara en ella.

Almenningi tókst hins vegar, með aðstoð forsetans, að hafa vit fyrir stjórnvöldum og forða þjóðinni frá niðurlægingu. Það var því vel til fundið að tíu árum eftir að talsmenn samtakanna InDefence gengu á fund Ólafs Ragnars Grímssonar og afhentu honum undirskriftir 56 þúsund Íslendinga sem skoruðu á hann að synja Icesave-lögunum staðfestingar hafi núverandi forseti sæmt Sigurð Hannesson, sem var í forsvari samtakanna og síðar einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við losun hafta, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, meðal annars fyrir aðgerðir undir merkjum InDefence. Grasrótarstarf InDefence átti eftir að hafa víðtækari áhrif en aðeins á lyktir Icesave-málsins. Í kjölfarið varð sá skilningur almennt viðurkenndur að Ísland þyrfti að nýta rétt sinn sem fullvalda ríki til hins ýtrasta til að leysa með heildstæðum hætti þann fordæmalausa greiðslujafnaðarvanda sem þjóðarbúið stóð þá frammi fyrir.

Það varð úr. Að frumkvæði Seðlabankans voru slitabúin færð undir höftin í mars 2012 og þremur árum síðar voru kynntar sérsniðnar lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, um afnám hafta sem markaði þáttaskil í efnahagslegri endurreisn landsins. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til ríkisins.“

Hörður segir Íslendinga geta verið stolta af árangri sínum. Hann telur lánhæfismat ríkisins vera fyrsta flokks og ber stöðu seðlabankans á Íslandi við stöðugustu ríki Evrópu. Herði finnst mikilvægt að líta ekki á þetta sem sjálfsagðan hlut, þar sem að þetta gerist jú ekki af sjálfu sér.

„Íslendingar – stjórnvöld, atvinnulífið og almenningur – hafa náð ótrúlegum efnahagslegum árangri á liðnum áratug sem við megum vera stolt af. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er komið í A-flokk, vextir hafa aldrei verið lægri samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 600 milljarða á fimm árum, erlend fjárfesting hefur stóraukist, Seðlabankinn ræður yfir stórum óskuldsettum gjaldeyrisforða og erlend staða þjóðarbúsins er á pari við stöndugustu ríki í Evrópu. Launþegar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 50 prósent sem er meira en þekkist í nokkru öðru ríki sem við berum okkur helst saman við.

Óhætt er að fullyrða að enginn óbilaður maður hefði spáð fyrir um það í ársbyrjun 2010 að þjóðarbúið stæði á jafn sterkum grunni tíu árum síðar. Það er hins vegar reyndin – og á þeim tímamótum er ágætt að hafa það hugfast að þetta gerðist ekki allt af sjálfu sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt