Samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra var bakaríið Guðni bakari á Selfossi úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst. Skiptastjóri er Steinunn Erla Kolbeinsdóttir. Bakaríið er í eigu Jóa Fel sem á mörg bakarí á landinu. Bakarí Jóa á Hellu er einnig í erfiðleikum. Sá staður heitir Kökuval og hefur verið lokað.
Í samtali við DV í gær sagði Jói að félagið væri ekki gjaldþrota en málin myndu skýrast í næstu viku. „Ég get ekki tjáð mig meira um þetta núna en það skýrist í næstu viku hvernig þetta verður. Það er verið að vinna í málunum núna.“ Samkvæmt þessu er hugsanlegt að verið sé að reyna að endurreisa reksturinn.
Jói Fel festi kaup á Guðna bakara og Kökuvali síðast árs 2017 og var eftir það eigandi sjö bakaría. Samtals um 20 manns störfuðu hjá Guðna bakara og Kökuvali.
Uppfært:
Jói Fel opnar sig um gjaldþrotið á Selfossi: „Ákveðið að skella í lás“