fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Jói Fel opnar sig um gjaldþrotið á Selfossi: „Ákveðið að skella í lás“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2019 19:00

Jói Fel, einnig þekktur sem Jóhannes Felixson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV sagði frá fyrr í dag þá er búið að úrskurða bakaríið Guðni bakari á Selfossi gjaldþrota og var það gert 26. ágúst síðastliðinn samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, festi kaup á Guðna bakara og bakaríinu Kökuvali á Hellu árið 2017, en Kökuvali hefur einnig verið lokað þó fyrirtæki sem heldur utan um rekstur bakarísins hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Jói Fel segir í samtali við DV að hann hafi verið helmingseigandi í bakaríinu á Selfossi og ítrekar að sá rekstur sé ótengdur rekstri Jóa Fel á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann rekur fjölmörg bakarí.

„Aðrir sáu um að reka bakaríið og var það alveg ótengt bakaríi Jóa Fel hér í bænum,“ segir Jói í samtali við DV. „Bakaríið gekk ekki vegna of mikils kostnaðar og var ákveðið að skella í lás, þar sem það var ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri,“ bætir hann við.

Því er ljóst að rekstur Jóa Fel á höfuðborgarsvæðinu er ekki í hættu samfara gjaldþroti Guðna bakara. Samtals störfuðu um tuttugu manns hjá Guðna bakara og Kökuvali, en eins og áður segir er óvíst um framtíð Kökuvals á Hellu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“