fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ingólfur Steinar er laus úr prísundinni – „Hann hélt mér í aukamánuð út af umsögn á TripAdvisor“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. september 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Steinar Ingólfsson, íslenskur heimshornaflakkari á fertugsaldri, losnaði í dag úr varðhaldi í Kambódíu eftir að hafa dúsað þar í tvo mánuði.

„Ég hefði átt að vera laus fyrir mánuði en hann hélt mér í aukamánuð út af umsögn á TripAdvisor,“ segir Ingólfur Steinar. Hann telur að yfirmaðurinn stofnunarinnar þar sem hann hefur verið í varðhaldi hafi látið sig dúsa þar lengur vegna tengsla hans við hótelið sem Ingólfur átti í útistöðum við.

Ingólfur var upphaflega handtekinn vegna þess að dvalarleyfi hans var útrunnið og hann var sagður skulda reikning á hótelinu þar sem hann hafði dvalist. Ingólfur taldi ásakanir hótelsins byggja á rangfærslum og misskilningi og í varðhaldinu skrifaði hann neikvæða umsögn um hótelið á vefinn TripAdvisor. Ingólfur telur tengsl vera milli hótelsins og varðhaldsstjórans og hann hafi verið látinn dúsa lengur en þurfti í hefndarskyni.

Ingólfur var látinn laus í dag og hélt beint út á flugvell. Hann ætlar til Bangkok og þaðan til Finnlands. Á næstunni ætlar hann síðan að heimsækja ættjörðina og heilsa upp á börnin sín.

Ingólfur segir að íslenska sendiráðið í Kína hafi sett þrýsting á yfirvöld í Kambódíu um að leysa hann úr haldi. Einnig hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins beitt sér í máli hans.

Sjá einnig:

Einkaviðal DV við Ingólf  Steinar

Varðhald Ingólfs dregst á langinn og snákur kominn inn í klefann

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“