Ingólfur Steinar Ingólfsson, íslenskur heimshornaflakkari á fertugsaldri, losnaði í dag úr varðhaldi í Kambódíu eftir að hafa dúsað þar í tvo mánuði.
„Ég hefði átt að vera laus fyrir mánuði en hann hélt mér í aukamánuð út af umsögn á TripAdvisor,“ segir Ingólfur Steinar. Hann telur að yfirmaðurinn stofnunarinnar þar sem hann hefur verið í varðhaldi hafi látið sig dúsa þar lengur vegna tengsla hans við hótelið sem Ingólfur átti í útistöðum við.
Ingólfur var upphaflega handtekinn vegna þess að dvalarleyfi hans var útrunnið og hann var sagður skulda reikning á hótelinu þar sem hann hafði dvalist. Ingólfur taldi ásakanir hótelsins byggja á rangfærslum og misskilningi og í varðhaldinu skrifaði hann neikvæða umsögn um hótelið á vefinn TripAdvisor. Ingólfur telur tengsl vera milli hótelsins og varðhaldsstjórans og hann hafi verið látinn dúsa lengur en þurfti í hefndarskyni.
Ingólfur var látinn laus í dag og hélt beint út á flugvell. Hann ætlar til Bangkok og þaðan til Finnlands. Á næstunni ætlar hann síðan að heimsækja ættjörðina og heilsa upp á börnin sín.
Ingólfur segir að íslenska sendiráðið í Kína hafi sett þrýsting á yfirvöld í Kambódíu um að leysa hann úr haldi. Einnig hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins beitt sér í máli hans.
Einkaviðal DV við Ingólf Steinar
Varðhald Ingólfs dregst á langinn og snákur kominn inn í klefann