fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Inga beið í 32 mínútur eftir sjúkrabíl: „Ef hann hefði verið tæpur hefði hann verið löngu dauður“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2019 15:15

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á miðvikudagskvöld. Inga er annálað baráttukona þeirra sem verst eru settir í samfélaginu, hún er sjálf öryrki og leigir íbúð af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins, á þingmannalaunum. Meðal þess sem Inga vakti máls á var léleg heilbrigðisþjónusta, en hún lenti í því á dögunum að bíða í 32 mínútur eftir sjúkrabíl uppi í Grafarholti þar sem hún býr. „Ef hann hefði verið tæpur hefði hann verið löngu dauður,“ sagði Inga um þann sem reiddi sig á svifaseina sjúkrabílinn. Inga lét til sín taka þegar sjúkrabílamál á landsbyggðinni voru í ólestri og nú er komið að höfuðborginni. Það er spurning hvort hún nái með rökfestu að leggja lóð sín á vogarskálarnar til að ná sínu fram eða hvort þurfi að skrúfa frá tárakirtlunum svo rödd hennar heyrist í málaflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður