Haraldur Erlendsson geðlæknir mun opna nýja geðþjónustu í Heilsugæslustöðinni í Hveragerði þann 17. september næstkomandi. Þjónustan er að hluta fyrir heilsugæsluna á Suðurlandi en Haraldur mun einnig taka við beiðnum frá öðrum læknum á meðan hann annar því.
Skrif DV og Stundarinnar í sumar um málefni Heilsustofnunar í Hveragerði vöktu mikla athygli. Haraldur var í vor fyrirvaralaust kallaður til fundar og látinn skrifa undir starfslokasamning. Brotthvarf hans frá Heilsustofnuninni vakti ugg í brjósti margra og uppi voru efasemdir um að Heilsustofnun gæti uppfyllt samning sinn við Sjúkratryggingar ríkisins um geðþjónustu.
Haraldur er bundinn þagnarskyldu um viðskilnað sinn við Heilsustofnun – að minnsta kosti í bili – og sagðist hann ekki geta tjáð sig um þau mál er DV hafði samband við hann fyrr en hugsanlega í febrúar á næsta ári. Hann segist hins vegar hlakka til nýja starfsins. Segir Haraldur að gríðarleg þörf sé fyrir þjónustu geðlækna á Suðurlandi, eftirspurnin sé mjög mikil og sér Haraldur fram á mjög annasama tíma.
Aðspurður segir Haraldur að þjónusta hans hafi engin tengsl við starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði.
Sjúklingar á Heilsuhælinu tjá sig um óvæntan brottrekstur Haraldar
Heilsuhælið lokar fyrir geðþjónustu en þiggur stórfé fyrir hana
Stjórnarformaður Heilsuhælisins með 1,2 milljónir á mánuði
sdfs