fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Frjáls fjölmiðlun tapar 240 milljónum króna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjáls fjölmiðlun ehf. , útgefandi DV, dv.is og undirmiðla, var rekin með tæplega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Svokölluð EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, var neikvæð um 214 milljónir króna. Rekstrartekjur námu 380 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

„Í lok síðasta árs var ráðist í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir hjá Frjálsri fjölmiðlun sem munu skila sér að fullu þegar afkoma yfirstandandi árs liggur fyrir. Breytingar til batnaðar eru miklar milli ára. Árið 2018 var fyrsta heila rekstrarár félagsins og það það tók tíma að ná tökum á rekstrinum og grípa til nauðsynlegra aðgerða,“ að sögn Karls Garðarssonar framkvæmdastjóra Frjálsrar fjölmiðlunar. „Félagið í dag er allt annað og öflugra en á síðasta ári.“

Karl bendir á að Frjáls fjölmiðlun reki einn stærsta vefmiðil á Íslandi, dv.is, en um 130 þúsund manns heimsækja hann á degi hverjum. Þess utan hafi DV vikublaðið haldið sínum sessi á meðan keppinautar á markaði hafi margir hverjir þurft að sætta sig við minni lestur. „ Við kynntum til sögunnar nýjan og glæsilegan dv.is vef á síðasta ári, sem hefur svo sannarlega vakið verðskuldaða athygli og áhuga landsmanna. Það er lykilatriði að flytja fréttir af fólki fyrir fólk. Fjölmiðlaheimurinn er að breytast hratt og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði.“

Að sögn Karls benda afkomutölur flestra einkarekinna fjölmiðla til þess að staðan sé mjög alvarleg og það geti grafið undan því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna í þjóðfélaginu. Það sé því áríðandi að bregðast skjótt við til að styrkja lýðræðislega umræðu í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins