Svavar Halldórsson tilkynnti í lok seinasta árs að hann myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts. Svavar skellti sér í meistaranám á Ítalíu til eins árs og fjölskyldan fylgdi fljótlega á eftir. Áður en Svavar tók við starfi framkvæmdastjóra var hann landsþekktur sem fréttamaður bæði á RÚV og Stöð 2. Hvað hann tekur sér fyrir hendur þegar að meistaranáminu lýkur er svo alveg óráðið.
Laun: 1.372.944 kr.