Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, er með tæpar tvær milljónir í mánaðarlaun, en hún var ráðin í það starf árið 2016. Fyrir það sat hún lengi vel á þingi og gegndi til að mynda embætti iðnaðar- og fjármálaráðherra og embætti varaformanns Samfylkingarinnar. Nú eiga fjármálin hug hennar allan en Samtök fjármálafyrirtækja eru heildarsamtök fjármálafyrirtækja á Íslandi. Tilgangur og meginverkefni samtakanna eru að vera málsvari fjármálafyrirtækja í hagsmunamálum þeirra og stuðla að því að starfsskilyrði þeirra séu samkeppnishæf.
Laun: 1.963.866 kr.