Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, hefur haft nóg að gera síðan hann lét af embætti árið 2016. Hann hefur um áratugaskeið unnið að verkefnum í loftslagsmálum og er formaður stjórnar samtakanna Arctic Circle, sem standa meðal annars að ráðstefnu um málefni norðurslóða í Hörpu í október. Þá tók Ólafur Ragnar nýverið sæti í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis sem framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þroskroði, sem hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt, og eru seldar til meðhöndlunar á sárum. Áhugaverðasta frétt ársins 2018 af Ólafi Ragnari var hins vegar án efa þegar hann ljóstraði upp að hann og Dorrit hefðu ákveðið að klóna hundinn sinn, Sám.
Laun: 3.253.404 kr.
Allt um laun yfir tvö þúsund Íslendinga í Tekjublaði DV.