fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Alvarlegur gagnaleki úr Fjölbraut Breiðholti – Viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur sendar á nýnema

Ágúst Borgþór Sverrisson, Auður Ösp
Föstudaginn 16. ágúst 2019 20:49

Fjölbraut Breiðholti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegur gagnaleki átti sér stað í gær hjá FB – Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, þegar viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur voru sendar á nýnema og forráðamenn þeirra fyrir slysni. Upplýsingarnar voru meðal annars um líðan nemenda, hvort þeir þyrftu aðstoð við nám og hvort fylgjast ætti með þeim.

Óhappið vildi þannig til að umsjónarkennari sendi tölvupóst á forráðamenn og nýnema og lét fylgja með viðhengi sem hann hélt að væri skjal með töflutíma varðandi viðtalstíma. Kennarinn sendi hins vegar rangt viðhengi, skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við nemendur frá fyrri önn. Ekki þarf að taka fram að þessar upplýsingar voru fullkomlega óviðeigandi og ekki ætlaðar þessum viðtakendum.

Skólameistari FB hefur sent nemendunum sem urðu fyrir þessum leka á persónuupplýsingum um sig tölvupóst þar sem hann fer yfir málið. DV hefur þann tölvupóst undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að Persónuvernd hafi verið tilkynnt um málið og skólinn muni vinna að úrbótum á öryggismálum út frá væntanlegum ábendingum frá Persónuvernd.

Einnig kemur fram í tölvupóstinum að viðtakendur upplýsinganna viðkvæmu hafi verið beðnir um að eyða umræddum tölvupósti. Væntanlegur sé fundur með þessum nýnemum og forráðamönnum þeirra þar sem beiðni um að eyða tölvupóstinum verður ítrekuð.

Fram kemur í tölvupóstinum að alls hafi 20 nemendur og forráðamenn þeirra fengið hinar óviðeigandi og viðkvæmu persónuupplýsingar. Atvikið gerðist í gær, þann 15. ágúst, og fundur með nýnemum og forrðáðamönnum þar sem þessir aðilar voru beðnir um að eyða tölvupóstinum og gögnunum var í dag.

Skólameistari biðst innilega afsökunar á þessum mistökum í tölvupósti sínum til nemendanna sem urðu fyrir þessum gagnaleka. Enn fremur segir hann:

„Aðalhættan sem fylgir því þegar svona gögn fara út er sú að einhver sem á ekki að hafa þessar upplýsingar fái þær og jafnvel geri eitthvað með þær.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“