fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Matur

Dularfull breyting á svörtu Doritos á Íslandi – Ölgerðin undrandi – „Þetta er alveg frekar stórt mál“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa margir tekið eftir breytingu á Íslandi. Það má deila um hversu stór þessi breyting sé en hún er að minnsta kosti nógu stór svo að fólk tekur eftir henni og umræðan er komin upp á yfirborðið.

Fólk hefur nefnilega tekið eftir einhverju bognu við svörtu Doritos flögurnar, þær virðast vera bragðdaufari. Blaðmaður getur staðfest þetta.

Umræða hófst um málið á Twitter eftir að Haukur Bragason opnaði sig um það í tísti.

„Er þetta bara ég eða er búið að breyta svarta Doritos? Ég er búinn að opna þrjá (3) poka og þetta er allt saman bragðdauft drasl. Eru þeir allir gallaðir (mismunandi dagsetningar)? Var uppskriftinni breytt? Og ef svo er, ætlar ríkisstjórnin ekki að gera neitt í þessu??“

Atli Jasonarson svaraði tístinu hans Hauks.

„Þetta hefur verið bragðminna en bylgjupappi síðustu vikurnar. Ömurlegt. Hata þetta. Eitt það versta sem ég hef upplifað.“

Sandra Björg Helgadóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, ræddi við DV um málið en Ölgerðin er með umboðið fyrir Doritos á Íslandi. 

Aðspurð um málið segir Sandra að Ölgerðin hafi ekki enn fengið upplýsingar frá tengiliðnum sínum um hvort búið sé að breyta bragðinu á flögunum.

„Eins og staðan er núna vitum við ekki hvort þetta hafi verið einhver lota sem vantaði bragðefni í eða hvort þetta sé einhver breyting sem átti sér stað.“

Samkvæmt Söndru er verið að vinna á fullu í málinu.

„Ég er bara í þessum töluðu orðum að senda tölvupóst sem er bara virkilega að pressa á að við verðum að fá svör fyrr“

Sandra segir að um leið og einhver niðurstaða kemur í ljós þá mun koma tilkynning frá Ölgerðinni um málið.

„Þetta er alveg frekar stórt mál“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi