fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Hreiðar Guðjónsson lést í skelfilegu mótorhjólaslysi sunnudaginn 30. júní í sumarferð mótorhjólaklúbbsins Sturlunga MC og maka, hann var 28 ára. Slysið átti sér stað á Innstrandavegi við Hrófá skammt frá Hólmavík.

Á Facebook-síðu klúbbsins er Mumma, eins og hann var ávallt kallaður, minnst með hlýhug og rifjað upp að það hafi verið gæfuspor fyrir klúbbinn að leyfa ungum strákgutta að vera með þegar hann falaðist eftir að hjóla með klúbbnum.

„Hann lét ekki mikið yfir sér strákguttinn sem bankaði uppá hjá okkur fyrir nokkrum árum, í kuldagalla, með límband á skónum, hor út á kinn, á pínulitlu mótorhjóli og spurði svo hvort hann mætti nú ekki hjóla með okkur strákunum. Eitthvað sáu menn sérstakt við þennan strák strax í upphafi og tókum við það gæfuspor fyrir okkur að leyfa guttanum að vera með og sjá hvað hann entist.

Á næstu árum fengum við að sjá þennan dreng blómstra og breytast í þann eðalmann sem við þurfum nú að kveðja í hinsta sinn.“

Mannkostir Mumma eru rifjaðir upp og hann sagður hafa verið „brosmildur, hjartahlýr, einlægur, greiðvikinn, skrúfuglaður og góður vinur“

Jarðarför Mumma fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 13. júli. Fjöldi vina hans og félaga í Sturlungum fylgdu vini sínum síðasta spölinn með hópreið og var hópkeyrslan tekin upp á myndband af Hero Productions Iceland. Myndbandið má sjá á Facebook-síðu klúbbsins.

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

DV vottar vinum og aðstandendum Mumma samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði