fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Áhuginn á Íslandi hefur ekki minnkað – en flugsætunum hefur fækkað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. júní 2019 15:44

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ekkert benda til þess að áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað. Samdrátturinn í ár sem virðist ætla að verða verulegur sé tilkominn vegna minna framboðs af flugsætum eftir fall WOW, en nokkurn tíma virðist ætla að taka fyrir önnur flugfélög að fylla í það skarð.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vefnum turisti.is. Þar kemur fram að ISAVIA birti á föstudag nýja spá þar sem reiknað er með að um 1,9 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki landið í ár eða um 400.000 færri en í fyrra. Skarphéðinn Berg telur að flugsætaframboð muni aukast aftur og í náinni framtíð muni því ferðamönnum hingað til lands fjölga á ný.

Í grein í Morgunblaðinu kemur fram að margir seljendur ferða og afþreyingar hér innanlands hafi enn ekki fundið að ráði, ef þá nokkuð, fyrir fækkuninni, en ferðamenn hingað til lands í maí voru um fjórðungi færri en í sama mánuði í fyrra. Í Moggagreininni er þeirri skoðun vísað á bug að hrun sé að eiga sér stað í ferðaþjónustunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvetja landsmenn til að vera tilbúna fyrir neyðarástand – Þetta þarftu að eiga

Hvetja landsmenn til að vera tilbúna fyrir neyðarástand – Þetta þarftu að eiga
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi