fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Guðrún berst við krabbamein í Bandaríkjunum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2019 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun fer fram á GoFundMe fyrir Guðrúnu Sævarsdóttur Fabre, 52 ára gamla íslenska konu, sem er fædd og uppalin í Keflavík, en hefur búið að mestu leyti í Bandaríkjunum.

Guðrún Sævarsdóttir er einstæð móðir þriggja barna, Oliviu Grace, 9 ára, Jonah, 15 ára, og Caleb, 17 ára. Barnsfaðir hennar, Sheffie, býr á öðru heimili kemur fram í texta söfnunarinnar á GoFundMe, en eigi að síður vinna hann og Guðrún saman með velferð fjölskyldunnar að leiðarljósi, fjárhagslega, líkamlega, tilfinningalega og andlega. Hann segir:

„Þetta er hennar erfiðasti tími.“

Í mars 2011 veiktist Guðrún skyndilega vegna sjaldgæfs æxlis sem hafði lagst á sjóntaugar hennar og augu, og var meinið fjarlægt að hluta með neyðaraðgerð. Þó að veikindin væru slæm, var meinið viðráðanlegt.

Árið 2016 tók meinið sig upp aftur og var aftur fjarlægt með skurðaðgerð, æxlið sem var fjarlægt var greint sem krabbamein. Mánuði síðar var Guðrúnu vísað til meðferðar hjá Bascom Palmer Eye Institute í Miami í Florida. Þar var úrskurðað að meinið væri enn að vaxa og Guðrún hefði misst sjón á öðru auga. Meðferð sem ráðlögð var fólst í að fjarlægja, erfið en nauðsynleg meðferð.

„Guðrún eins og hún hefur gert með allar áskoranir lífsins áður, gekkst undir aðgerðina, á sama tíma og hún hugsaði um fjölskyldu sína af miklum móðurkærleik. Hún hélt áfram að sinna fjölskyldu sinni og störfum sínum til að geta séð fyrir fjölskyldu sinni.“

Eins og algengt er um aðgerðir af þessum toga, þá eru allar rannsóknir og meðferðir bæði kostnaðarsamar og hafa áhrif á daglegt líf, þrátt fyrir að þær séu nauðsynlegar.

Erfiður tími Guðrún með börnum sínum.

Í nóvember 2017 sýndu myndatökur tvo dökka bleti á lungum Guðrúnar. Sýni leiddu í ljós að blóðflagnafæð (e. Metastatic melanoma) hafði þróast og voru Guðrúnu gefnar litlar líkur á bata. Guðrún gekkst undir fjölda ónæmismeðferða, sem gerðu hana mjög veika og dvaldi hún á spítala í lengri tíma. Vann hún eins mikið og hún gat, enda fyrirvinna sinnar fjölskyldu.

Meinvörp fundust einnig í lungum og lifur og ónæmismeðferð hætti að vera raunhæfur kostur. Guðrún leitaði nýrra meðferða og var nýlega samþykkt í rannsókn í Pittsburg í Pennsylvaníu. Þar er hún nýbyrjuð í nýrri og róttækri krabbameinslyfjameðferð, sem er talin besta vonin til lækningar. „Fjárhagsáhyggjur eru miklar og þarfir fjölskyldunnar eru Guðrúnu mjög mikilvægar. Hún hefur þurft að ferðast mikið meðan meðferð hennar hefur farið fram og það er augljóst af hverju við erum að biðja um fjárhagslegan stuðning við ótrúlega fjölskyldu hennar. Þeir sem þekkja Guðrúnu vel vita af ef hún getur ekki unnið þá fær hún engar tekjur.

Við biðjum ykkur um að biðja fyrir bata Guðrúnar, og biðja fyrir börnunum hennar og föður þeirra. Þakkir til þeirra sem þegar eru að biðja fyrir henni, bata hennar og fyrir fjölskyldu hennar. Fyrirfram þakkir til allra þeirra sem geta látið eitthvað af hendi rakna. Guðrún er ykkur svo þakklát!“

Söfnunina má finna inn á Gofundme.com: Miracles for Gunna.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“