fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Lögreglumenn á Norðurlandi vilja leggja bílamiðstöð ríkislögreglustjóra niður : „Sóun á almannafé“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. júní 2019 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglufélag Norðurlands vestra lýsir yfir fullum stuðningi við kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun félagsfundar.  Þar segist félagið enn fremur mótmæla lítils samræmis í fatamálum á milli embætta lögreglustjóra og lýsa yfir stuðningi við tillögur um að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.

Félagsfundur LNV lýsir yfir fullum stuðningi yfir kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins er beinast að ríkislögreglustjóra.  Fundurinn telur afar mikilvægt að sérsveit verði aftur starfhæf á Norðurlandi rétt eins og núverandi skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs gerir ráð fyrir og bendir á að hið sama gildir um flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.

Félagið minnir einnig Landssamband lögreglumanna á að standa í lappirnar og ganga hagsmuna lögreglumanna í málum er varða ríkislögreglustjóra. Fylgja þurfi eftir samþykktum ályktunum svo þær verði ekki orðin tím.

Sérstaklega er bent á ályktun er varðaði fata- og tækjamál, en þar var mótmælt vandræðum lögreglumanna við að nálgast lögreglufatnað.  Nú fimm árum seinna hefur vandræðagangur ríkislögreglustjóra í fatamálum margfaldast og nú er svo komið að lögreglustjórar hver í sínu héraði reyna af mætti að kaupa föt á lögreglumenn án nokkurra útboða, og samræmi í fatamálum er lítið á milli embætta. Telur fundurinn að þar fari fram sóun á almannafé.

Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við framkomnar tillögur um breytingu á bílamálum lögreglu þess efnis að lögreglustjórar embættisins sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.

Sjá einnig: 

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta