fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ég fitna bara þegar ég vil

Svarthöfði
Laugardaginn 29. júní 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tvennt sem Svarthöfði er með bráðaofnæmi fyrir í þessu lífi; sólbaði og forræðishyggju. Svarthöfði hefur því eytt bróðurpartinum af þessu vori og sumri í andnauð, með bólgin augu og í hreint út sagt afleitu skapi.

Það var ekki nóg að fylgjast með manni og öðrum rífa sig úr fötunum um leið og fyrstu sólarglæturnar létu sjá sig heldur þurfti Svarthöfði að umbera hálfnakið, illa lyktandi og óaðlaðandi fólk hvar sem hann kom. Loksins þegar að fallega silfurgráu skýin létu sjá sig með tilheyrandi vætu og melankólískri fegurð dundi annað áfall yfir.

Bévítans forræðishyggjan lét á sér kræla og reis eins og Ketos upp úr sjónum. Allt í einu fannst forræðispésunum sniðugt að setja á sykurskatt, því það hafði virkað svo svakalega vel fyrir nokkrum árum. Svarthöfði er kannski ekki í besta forminu en þarf enga pólitíkusa til að segja sér að grennast. Svarthöfði grennist bara ef hann nennir. Svarthöfði var líka alinn upp á kandís og kókópöffs og lifir enn ágætislífi.

Svarthöfði sér bara eitt í stöðunni – að hamstra hvers lags lakkrísdrullu, gelatíngums og súkkulaðisull sem hann finnur og selja á svarta markaðinum. Ekki má gleyma kolsvörtum drykki Guðanna sem Svarthöfði getur alls ekki verið án.

Svarthöfði veltir fyrir sér hvenær fyrrnefndir forræðispésar ætla að fatta að þetta plan þeirra gengur bara alls ekki upp, ekki frekar en borgarlína og ísbjörn í Húsdýragarðinn. Þegar þú bannar Svarthöfða að gera eitthvað þá streitist hann á móti. Gerir uppreisn. Og í þessu tilfelli – verður spikfeitur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt