fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Baráttan heldur áfram – Áslaug stefnir Orku náttúrunnar vegna mismununar og ólögmætrar uppsagnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 19:19

Bjarni Már og Áslaug Thelma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, hefur stefnt fyrrum vinnuveitanda sínum vegna meintrar mismununar á grundvelli kyns og ólögmætrar uppsagnar. Þetta kom fram í fréttatíma RÚV.

Áslaugu var sagt upp störfum síðast liðið haust. Greindi hún frá því í kjölfarið að uppsögnina mætti rekja til margítrekaðra kvartana hennar undan framkomu yfirmanns, þáverandi forstjóra Orku náttúrunnar Bjarna Más Júlíussonar.

Sjá einnig: Áslaug er konan sem var rekin

Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Bjarna Má var skömmu síðar sagt upp störfum og Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur fór að eigin ósk í leyfi á meðan rannsókn  málsins færi fram innan Orkuveitunnar.

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu og starfsmannamálum. Samkvæmt niðurstöðu úttektarinnar var uppsögn Áslaugar réttmæt en að sama bragði hefði uppsögn Bjarna Más einnig verið réttmæt.

Sjá einnig: Uppsagir Álaugar og Bjarna metnar réttmætar

Fréttastofa RÚV hafði samband við upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, Eirík Hjálmarsson, sem segir OR hafna kröfum Áslaugar og muni taka til varna í málinu. Orka náttúrunnar sendi yfirlýsingu til RÚV þar sem kom fram að í stefnu bæri Áslaug laun sín saman við laun eins karlkyns stjórnanda sem gegndi forstöðu hjá fyrirtækinu og aðeins hans eins. Hún væri ekki að bera saman laun við aðra forstöðumenn, hvorki karla né konur. Afstaða ON í málinu er að mismunur launa í þessum samanburði hafi verið málefnalegur og hafi Áslaug fengið skriflegar útskýringar á mismuninum.

Áslaug vildi ekki veita RÚV viðtal heldur vísaði á lögmann sinn.

Framkvæmdastjóri ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, segir það leitt að standa í þessum sporum.

„Því þessi átök taka auðvitað á alla hlutaðeigandi, einnig starfsfólk Orku náttúrunnar. Fyrst málið er komið í þennan farveg vonast ég til þess að það fái skjótan framgang sem marki þá endalok þess.“

 

Sjá einnig:

Einar Bárðason ósáttur við OR

Einar mjög ósáttur: Hjá OR fá dónar og káfarar starfslokasamninga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt