fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Tölvutek lokar eftir 12 ár í rekstri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2019 10:17

Mynd/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvutek, ein stærsta verslun landsins með tölvur og aukahluti, hefur lokað verslunum sínum. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu fyrirtækisins og þá kemur símsvari þegar reynt er að hringja í fyrirtækið.

Ekki kemur fram hvers vegna fyrirtækið ákvað að loka en eftirfarandi tilkynning kom á Facebook-síðu Tölvuteks í morgun:

„Kæru viðskiptavinir,

Eftir 12 ár í rekstri þykir okkur leiðinlegt að tilkynna að af óviðráðanlegum ástæðum verða verslanir Tölvutek lokaðar frá og með 24.júní 2019.

Viðgerðir:

Starfsfólk Tölvutek verður í símasambandi næstu daga við þá viðskiptavini sem eiga Tölvubúnað í viðgerð og sér um að koma búnaði til þeirra viðskiptavina.

Pantanir:

Pantanir sem hafa verið greiddar með greiðslukorti eða Greitt.is en ekki afhentar, viðskiptavinur skal setja sig strax í samband við viðkomandi greiðsluaðila og fá færsluna fellda niður ef vara hefur ekki verið afhent eða greiðsla þegar verið felld niður.

Pantanir sem hafa verið greiddar með innleggi en ekki afhentar, eigum við von á að verði ýmist afgreiddar eða endurgreiddar inn á reikning viðkomandi. Kannaðu hvort ekki hafi verið endurgreitt nú þegar.

Ábyrgðamál:

Verið er að vinna í ferli ábyrðgarmála og verður ferli fyrir öll vörumerki tilkynnt fljótlega.

Skilaboð:

Næstu daga verður hægt að senda skilaboð í spjalli á Facebook og gerum við okkar besta til að leysa úr öllum málum.

Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur. 🙂

Starfsfólk Tölvutek“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Í gær

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“