fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur: „Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 17:00

Guðmundur Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi formaður Bjartrar Framtíðar skrifaði pistil í Fréttablaðið í morgun þar sem hann ræðir umræðuna í kringum sjálfstæði Íslands og hvernig henni megi breyta.

„Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar það mikilvægasta sem Íslendingar hafa nokkurn tímann eignast.“

Guðmundur talar um að eðlilega sé sjálfstæði Íslands mikið í umræðunni vegna þess hversu ungt það sé. Hann vill þó að fólk hætti að beita því sem vopni í stjórnmálaumræðunni þegar ekki á við.

„Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því.“

„Orðræðan eftir hrun var haldin þessum einkennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálfstæðinu.“

„Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skilgreind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið.“

Sjálfstæðið ekki lengur í fyrsta sæti

Guðmundur segir að baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta baráttan í dag, en hann vill að umræðan í kringum sjálfstæðið breytist. Guðmundur leggur til að í stað þess að einblína á það sem gæti látið okkur glata sjálfstæðinu, þá sé betra að skoða hvað sé hægt að gera með því.

„Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri.“

Guðmundur bendir á þær spurningar sem honum finnst frekar eiga frekar að liggja fyrir.

„Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnarstórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu?“

Vill að Ísland verði þjóð meðal þjóða

Guðmundur vill að litið sé á hlutina úr aðeins stærra samhengi. Hann telur mikilvægt að líta frekar á hlutina frá sjónarhorni mannkynsins frekar en sjónarhorni Íslendingsins.

„Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar.“

„Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningarverkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötvun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mannkynið okkar. Vísindin okkar. Viðskiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. Andrúmsloftið okkar.“

„Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálfstæði 2.0.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn