fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Jakob Frímann svarar harðri gagnrýni: „Það var síður en svo ætlun mín að særa einn né neinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 12:55

Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon telur orð sín um samhengi milli mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Hann biður hins vegar þá innilega afsökunar sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi: „Það var síður en svo ætlun mín að særa einn eða neinn með ummælum mínum og bið ég þá innilega forláts sem túlkuðu orð mín með þeim hætti. Ég tel einfaldlega að það sé eitt af helstu forgangsmálum okkar að beina athygli vísindamanna og yfirvalda að þessum grundvallarmálaflokki svo bæði sé hægt að greina betur hvað ber að varast og í framhaldinu að upplýsa almenning sem best,“ segir Jakob, en hann hafði samband við DV vegna málsins.

„Í umræðu um samhengið á milli mengaðrar fæðu og sjúkdóma af ýmsum toga, þ.m.t. fjölgun greindra tilfella ófrjósemi og einhverfu í heiminum, nefndi ég kenningar um Toxic Effect sem m.a. er að finna í bók eftir Barböru Demeneix, Toxic Coctail,“ segir Jakob og vísar til rits sem fjallar um mengun í mat og þar eru viðraðar kenningar um að menguð fæða geti valdið til dæmis einhverfu og ófrjósemi. Undirtitill bókarinnar er: „Hvernig efnamengun er að eitra heila okkar“

Eftirfarandi orð Jakobs í þættinum hafa helst valdið uppnámi:

„Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa!“

Eins og kom fram í frétt DV í gær skrifaði Elín Ýr Hafdísardóttir harðaorðan pistil vegna þessa útvarpsviðtals þar sem meðal annars segir:

„Í dag kallaði Jakob Frímann syni mína mengaða afurð. Ekki nóg með það, hann bjó til nýjan sjúkdóm, nýja greiningu að nafni bráðaeinhverfu.“

Ég, þroskaþjálfinn, fatlaða konan og móðir tveggja drengja á einhverfurófi gæti frætt hina fáfróðu og gæti sagt við Jakob Frímann og ekki síst þáttastjórnendur á Bylgjunni að þetta væri ekki í lagi.

Afsökunarbeiðni til Elínar

Megintilgangur Jakobs með orðum sínum var að vekja athygli á kenningum um skaðsemi mengunar í matvælum. Jakob svarar Elínu Ýr með svofelldum orðum í athugasemdakerfi DV:

„Ágæta Elín Ýr; Það var ekki ætlun mín að særa þig eða aðra með ummælum mínum. Ég bið þig og aðra þá forláts, sem ég hef valdið uppnámi með ábendingum um “Toxic Cocktail” kenninguna sem vísindakonan Barbara Demeneix og margir fleiri hafa ritað um þessi efni. Heimurinn sem við búum í er orðinn æði mengaður og ég er þeirrar skoðunar að við séum öll meira eða minna menguð af því sem við innbyrðum beint eða óbeint, m.a. af E-efnum, plasti, þungmálmum og öðru sem leynist allt í kringum okkur. Á þessu tel ég brýnt að vekja athygli sem leiða mætti til aukinna rannsókna vísindasamfélagsins og aukinnar meðvitundar og varúðar almennings. Með alúðarkveðjum og góðum óskum. Jakob“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“