fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Orkupakkaandstæðingar æfir yfir stöðufærslu: „Guðlaugur Þór er drullusokkur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 10:13

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andstæðingar þriðja orkupakkans eru æfir yfir stöðufærslu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra birti í gær þar sem hann spyr hver tilgangur málþófs Miðflokksins hafi eiginlega verið. Guðlaugur segir að Miðflokksmenn hafi raunar fallið frá öllum kröfum á stuttum tíma. Í hópnum Orkan okkar hefur fokið í suma og segja þeir að Miðflokkurinn hafi barist nótt og dag.

„Eftir að hafa staðið í ræðupúlti Alþingis í vel á annað hundrað klukkustundir hefur Miðflokkurinn samið um að atkvæðagreiðsla um 3. orkupakkann fari fram 2. september. Miðflokkurinn hefur þar með fallið frá kröfum um málinu verði frestað fram á næsta þing, hann hefur fallið frá kröfum um að Alþingi skipi sérstakan starfshóp til að fara yfir málið að nýju og hann hefur fallist á að ljúka umræðunni á tveimur dögum. Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!,“ skrifaði Guðlaugur Þór í gær á Facebook.

Innan fyrrnefnds hóps vekur Hildur Sif Thorarensen, verkfræðingur og Miðflokkskona, athygli á færslu Guðlaugs. „Þetta er einn ómaklegasti status sem ég hef séð lengi. Guðlaugur Þór hefur göslast áfram í þessu máli á hrokanum einum saman og nú ætlar hann að enda þingið á að tala niður til þeirra þingmanna sem börðust nótt og dag fyrir því að fá orkupakkanum frestað. Þjóðin vildi fá frest. Við vildum fá tíma til að kynna okkur málið. Vertu ekki svona óforskammaður að bera ekki virðingu fyrir þjóð þinni, háttvirtur Guðlaugur Þór utanríkisráðherra! Þú ert ekkert betri en við!,“ skrifar Hildur Sif.

Óhætt er að segja að athugasemdir við þá færslu eru flestir samhljóða. „Þessi maður kann ekki að skammast sín!,“ skrifar einn maður. Hildur tjáir sig aftur í athugasemdum og segir: „Ég snöggreiddist þegar ég las þennan status GÞÞ. Hann virðist ekki átta sig á því að hroki og yfirlæti er ekki merki um vitsmuni eða réttsýna afstöðu þótt síður væri. Ég held hann viti alveg hversu rangt fyrir sér hann hefur og þess vegna lætur hann svona.“

Einn maður gengur nokkuð langt og hjólar í Guðlaug Þór. „Þegar menn reyna að fela að þeir séu búnir að drulla upp á bak og reyna að koma því yfir á aðra. Guðlaugur Þór er drullusokkur.“

https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/posts/10156271712897023?__xts__%5B0%5D=68.ARCNPBXvV1qlhBFRgWBtEtB9KwkVXA6x-GdLfOiMxMHcZydfpsWiPi15_K4WedsqJSzUCCPZUv79uP5sCgDr3zbmmB4QlNjVrnfnXVQFHyKwJsUwi9NDznFOYeVEFt5pBoE4mt854vwhGQVtFXCt11Kw2Vi7FuuPexYhQkqF7s3PNFRQzL1JYXtdMskgpikEwS7UNm8HR3XrUxhnXZnvDe2aZtGIoTApHqBOlZjGQ7PJ9A4ez7suyYZ8sQP_NcJuzZ1CezZJxCkrviAbHnLzKxps1CTcKzqMVnKQBGMIXDD94NTrnx9yOCsaHz2qp3W4xZM2jGF-t-5IBA&__tn__=-R

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“