fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Kurr í karlmönnum í Ráðhúsinu vegna skvísupartýs í kvöld: „Þetta hefur bara alltaf verið svona“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV er talsverður kurr meðal sumra starfsmanna Ráðhússins, nánar tiltekið karlkyns starfsmanna. Ástæðan er svokallað skvísupartý sem körlum er meinaður aðgangur að. Samkvæmið fer fram síðar í dag. Að sögn Huldu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, mun borgin greiða um 40 þúsund krónur fyrir rútu og útvega sal að kostnaðarlausu. Konurnar borga sjálfar fyrir áfengi en þær losna fyrr úr vinnu í dag en karlarnir.

Fyrrnefndur starfsmaður segir að þó að þetta sé ef til vill ekki stórkostlegt misrétti þá skjóti það þó skökku við þegar Reykjavíkurborg leggur mikla áherslu á jafnrétti. Þarna sé verið að hampa einu kyni umfram öðrum. „Í dag er haldið hið árlega „Skvísupartý Ráðhússins“, aðeins fyrir kvenkyns starfsfólk Ráðhússins, ekki er gert ráð fyrir fólki af öðrum kynjum enda boðspósturinn aðeins sendur á þær konur sem vinna í húsinu. Í „skvísupartýinu“ gerir kvenkyns starfsfólk Ráðhússins sér glaðan dag á vinnutíma, ekki er haldið sambærilegt partý fyrir þá karla sem vinna í húsinu, eða fólk sem hvorki skilgreinir sig karl né konu,“ segir heimildarmaður DV innan ráðhússins.

Hann segist alls ekki vera einn um það að þykja þetta fyrirkomulag óeðlilegt. „Kurr er í starfsfólki vegna þessa og þykir þetta fyrirkomulag skjóta skökku við á tímum jafnréttis og jafnræðis og eru ekki allir við eitt sáttir. „Það yrði nú eitthvað sagt ef karla færu einir í partý,“ sagði einn og fékk bágt fyrir, „Þetta hefur bara alltaf verið svona“ var svarað,“ lýsir heimildarmaður DV.

DV hafði samband við skipuleggjanda skvísupartýsins og fékk raunar sama svar. „Þetta hefur bara alltaf verið svona,“ svaraði Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi skrifstofu borgarstjóra, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hulda Gunnarsdóttir svaraði þó fyrir samkvæmið. „Þessi veisla er á vegum þeirra kvenna sem vinna hérna í húsinu. Þetta er þannig í pottinn búið að við greiðum fyrir okkar vín sjálfar, mætum á staðinn, þurfum ekkert að greiða fyrir salinn. Það mesta sem er borgað undir okkur er ein rúta. Hvað varðar að körlum sé ekki boðið, það hefur aldrei verið þannig að neinn sé útilokaður. Körlum er frjálst að halda sitt boð. Við höfum alltaf haft allskonar viðburði þar sem öllum er boðið. Þetta hefur verið gert árlega fyrir konur,“ segir Hulda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“