fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Eliza hvetur fólk til að gerast Ljósavinir – „Það er áfall að greinast með krabbamein“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 15:30

Erna magnúsdóttir stofnandi Ljóssins og Eliza Reid forsetafrú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósið ýtti í gær nýrri herferð sinni formlega úr vör, en markmiðið er að að vekja athygli á starfi Ljóssins og safna fleiri mánaðarlegum styrktaraðilum, svonefndum Ljósavinum, sem með framlagi sínu styðja við starf Ljóssins.
„Það er ekkert í lífinu sem býr þig undir það að greinast með krabbamein. Ljósið veitir hins vegar von,“ segir Erna Magnúsdóttir, stofnandi og forstöðumaður Ljóssins.
 
Fullt var út úr dyrum í húsnæði Ljóssins á Langholsvegi 33 í Reykjavík og fór aðsóknin fram úr væntingum að sögn Sólveigar Kolbrúnu Pálsdóttur, markaðs-og kynningarstjóra Ljóssins.
 
„Við erum virkilega stolt af því að Eliza Reid forsetafrú hafi hrint herferðinni úr vör.“
 
Forsetafrúin hélt einlæga ræðu um starf Ljóssins, þar sem hún hvatti fólk jafnframt til að gerast Ljósavinir. „Það er áfall að greinast með krabbamein og það má örugglega fullyrða að allir þekkja einhver sem hefur greinst með sjúkdóminn sem snertir ekki bara þann sem greinist heldur hafa veikindin áhrif á alla fjölskylduna. Lífið breytist og dagleg rútína raskast, við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að eiga skjól. Þar hefur Ljósið hjálpar ótrúlega mörgum
 
Myndband herferðarinnar var einnig frumsýnt, en það má sjá hér fyrir neðan, auk mynda sem Ragnar Th Sigurðsson tók.
 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Var nýkominn úr hellinum þegar hrunið varð – Leit haldið áfram

Var nýkominn úr hellinum þegar hrunið varð – Leit haldið áfram
Fréttir
Í gær

Þorir Pútín að taka skrefið? – Sérfræðingar telja að hann muni gera það

Þorir Pútín að taka skrefið? – Sérfræðingar telja að hann muni gera það
Fréttir
Í gær

Unglingsstúlka fór í hjartastopp eftir stunguárásina á menningarnótt – Hjúkrunarfræðingur kom að og endurlífgaði hana

Unglingsstúlka fór í hjartastopp eftir stunguárásina á menningarnótt – Hjúkrunarfræðingur kom að og endurlífgaði hana
Fréttir
Í gær

Erlent par hrætt en ánægt í rýmingu Bláa lónsins – „Við borguðum ekki neitt“

Erlent par hrætt en ánægt í rýmingu Bláa lónsins – „Við borguðum ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flokksgæðingarnar fengu veglegan bitling í Grindavíkurnefndinni – Svandís ákvað að flokksfélagi fengi 2,4 milljónir króna á mánuði

Flokksgæðingarnar fengu veglegan bitling í Grindavíkurnefndinni – Svandís ákvað að flokksfélagi fengi 2,4 milljónir króna á mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari ósáttur við partýtjald Margeirs og fleiri taka undir- „Árás á bókaorma og bókmenningu!“

Ari ósáttur við partýtjald Margeirs og fleiri taka undir- „Árás á bókaorma og bókmenningu!“