fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Margrét fór í fóstureyðingu – „Allt í einu rann upp fyrir mér hvað ég hafði gert“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. maí 2019 21:00

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, sem meðal annars er þekkt fyrir að stýra Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið, greinir frá því að hún hafi farið í fóstureyðingu þegar hún var á 17. ári. Félagsráðgjafi á Landspítalanum hafi eindregið ráðlagt henni að taka þessa ákvörðun og í raun látið sem ekkert annað kæmi til greina. Átta árum eftir atburðinn fylltist Margrét hins vegar eftirsjá.

Þetta kemur fram í þættinum „Í ljósinu“ sem sýndur var nýlega á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega. Guðmundur Örn Ragnarsson ræðir þar við Margréti og tilefnið er nýtt frumvarp til laga um þungunarrof þar sem gert er ráð fyrir að það geti átt sér stað í allt að 22. viku meðgöngu.

„Ég var sextán og hálfs og þetta var mikið sjokk, en ég var á báðum áttum um hvað ég ætti að gera,“ segir Margrét. Hún sér eftir því að hafa ekki leitað til föður síns um ráð en móðir hann var veik og ekki í ástandi til að leita ráðgjafar hjá um slík vandamál. Kærasti Margrétar á þessum tíma, sem hafði þungað hana, sagði hins vegar að þetta ætti að vera hennar ákvörðun og hann myndi styðja hana í þeim efnum.

Margrét segir hins vegar að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið afstaða félagsfræðings á Landspítalanum sem hún fékk viðtal við:

„Hún ráðlagði mér eindregið að fara í fóstureyðingu. Engin spurning að þú ferð bara í fóstureyðingu, sagði hún, og málinu þar með lokið. Hún mælti sterklega á móti því að svona ungar stúlkur væru að eignast börn. Hún sagði að það væri algjörlega galið að eignast barn svona ung og ég myndi rústa lífi mínu. Henni hefur kannski fundist hún vera að ráðleggja mér rétt, ég veit það ekki, en þetta hefur fengið mig til að hugsa: Hve margar stúlkur eða konur hafa lent í þessu, að þeim hafi eindregið verið ráðlagt niðri á Landspítala að fara í fóstureyðingu?“

Eftirsjáin kom eftir að Margrét frelsaðist

Margrét segir að tómleiki hafi fylgt aðgerðinni en þó hafi hún ekki mikið hugsað um þetta fyrr en um átta árum síðar, í kjölfar þess að hún frelsaðist til kristinnar trúar:

„Ég fann fyrir tómleika. Lífið var búið að vera inni í mér í tæpa þrjá mánuði þegar þetta var gert og ég fann fyrir miklum tómleika. Þá fyrst kom sjokkið,“ segir Margrét sem segir þó að hún hafi síðan lítið hugsað um þetta fyrr en í kjölfar þess að hún frelsaðist árið 2002, átta árum eftir þungunarrofið:

„Þegar maður frelsast þá gerist eitthvað með samviskuna manns og maður fær ofboðslega sterka réttlætiskennd. Allt í einu rann upp fyrir mér hvað ég hafði gert. Ég fór að hugsa svo mikið um þetta, byrja að fá martraðir,“ segir Margrét, og jafnframt þetta:

„Eftirsjáin er það versta. Þegar fólk lendir í því að sjá eftir ákvörðunum og geta ekki breytt þeim. Eftir að ég tók á móti Jesú Kristi þá fannst mér á allt í einu hafa gert mistök. Það er svo ómannlegt að gera þetta. Mér fannst ég allt í einu vera morðingi, fannst ég ekki hafa haft neinn rétt til að gera þetta. Ég hugsaði, af hverju fæddi ég ekki barnið og gaf það til ættleiðingar ef ég gat ekki hugsað mér að eiga það? Þá hefði ég gefið barninu líf og ekki sett það á samvisku mína að taka líf – og þá hefði ég gefið fólki sem gæti ekki átt börn tækifæri til að ala upp barn.“

Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“