fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Móðir Ingu lagði Tryggingastofnun – Íslenska ríkið þarf að endurgreiða 5 milljarða til eldri borgara

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Sæland Jónsdóttir, ellilífeyrisþegi og móðir Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins, hafði betur í máli gegn Tryggingastofnun Íslands í Landsrétti í dag. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu.

Málið varðaði óheimila skerðingu á ellilífeyri. Í október 2016 samþykkti Alþingi lög um breytingu á lögum um almannatryggingar og fleiri lögum. Þau mistök urðu við lagasetninguna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæðinu, en þessi mistök höfðu í för með sér að frá gildistöku breytingunnar, 1. janúar 2017, var óheimilt að skerða ellilífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.

Alþingi brást við þessum mistökum og leiðrétti með lögum í febrúar 2017. Leiðréttingin skyldi taka gildi afturvirkt 1. janúar, og koma þar með í veg fyrir að ellilífeyrisþegar gætu krafist þess að ellilífeyriþeirra fyrir janúar og febrúar yrði óskertur og Tryggingastofnun Ríkisins hagaði greiðslum sínum líkt og mistökin hefðu aldrei átt sér stað. Hefði Tryggingastofnun greitt út óskertan ellilífeyri hefði það kostað ríkið samtals fimm milljarða, 2,5 milljarða fyrir hvorn mánuðinn.

Héraðsdómur hafnaði kröfu Sigríðar á þeim grundvelli að ríkið hefði brugðist nægilega fljótt við til að leiðrétta mistökin. Sigríður hefði ekki haft réttmætar væntingar til að fá óskertan ellilífeyri og varð ekki fyrir óhagræði vegna mistakanna og hefði ekki gert athugasemdir við greiðsluáætlun sína.

Landsréttur hefur ekki birt dóm sinn opinberlega og því er ekki hægt að fullyrða á hvaða grundvelli Landsréttur dæmir þvert á Héraðsdóm, en ljóst er að afleiðingar dómsins geta reynst íslenska ríkinu þungbærar. Fimm milljarða þungbærar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“