fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Ferðamenn ógna Friðlandi að Fjallabaki með utanvegaakstri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 31. maí 2019 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Utanvegaakstur er ein mesta ógnin í Friðlandi að Fjallabaki,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þegar fjallvegir voru opnaðir í vor komu í ljós ljót sár eftir utanvegaakstur eins og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni. Um neikvæð áhrif utanvegaaksturs segir í fréttinni:

Ásýnd svæðisins versnar til muna, hjólförin skilja eftir rákir eða sár í gróðursverðinum sem getur tekið tugi ára að jafna sig. Það skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi og síðast en ekki síst hafa þessi ummerki neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna í óbyggðum.

Umhverfisstofnun segist hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna við utanvegaakstri. Meðal annars hafi landvarsla verið aukin á hálendinu, en það dugar ekki til:

„Landverðir starfa einungis yfir sumartímann í 3-4 mánuði á ári en ferðamenn fara um hálendið allt árið um kring. Drjúgur tími landvarða yfir sumartímann fer í eftirlit og lagfæringar á sárum eftir utanvegaakstur en fæstir þeirra sem valda skemmdunum eru gripnir á vettvangi.“

Þá segir enn fremur að mikilvægt sé að efla enn frekar fræðslu um neikvæð áhrif utanvegaaksturs og fræða ferðamenn um þessi efni áður en þeirra leggja upp í ferðalög um náttúru Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað