Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þorsteini Halldórssyni. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Landsréttur mildaði þá refsingu niður í fimm og hálft ár.
DV fjallaði ítrekað um mál Þorsteins í fyrra. Þorsteinn hefur verið formaður Baldurs, eins af félögum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um árabil en flokkurinn fjarlægði nafn hans af heimasíðu sinni.
RÚV greinir frá dómnum en þar kemur fram að ástæða þess að dómur hans er mildaður er meðan hann var dæmdur í héraði fyrir þrjár nauðganir þá taldi Landsréttur að aðeins hefði tekist að sanna eina.
Þorsteinn sakaður um að hafa borið fíkniefni í átján ára pilt með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku. Þorsteinn braut ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófust brot þegar drengurinn var fimmtán ára.
Foreldrar piltsins veiddu Þorstein í gildru, líkt og DV greindi frá síðasta sumar. Þá tók hann klámmyndir af piltinum og geymdi í læstri möppu í farsíma sínum. Foreldrar piltsins lýsa því hvernig ýmsir vankantar voru á rannsókn lögreglu á málinu en þau segja Þorstein í raun hafa setið um hús þeirra í tvö ár. Hann hafi einfaldlega verið með son þeirra „á heilanum.“