fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Sjómennirnir hafa verið reknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómennirnir  sem pyntuðu Grænlandshákarl til dauða og deildu myndbandi af verknaðinum á Facebook hafa verið reknir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá útgerðarfélaginu Sæfelli, sem er eigandi og útgerðaraðili Bíldseyjar SH 65, en þar um borð átti verknaðurinn sér stað. Sjómennirnir skáru sporðinn af skepnunni og hlógu sig máttlausa yfir verknaðinum.

Yfirlýsing útgerðarinnar er eftirfarandi:

„Við eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 hörmum og fordæmum þann óhugnanlega atburð sem kemur fram í myndbandi sem fylgir frétt DV í dag.

Við höfum hingað til reynt að  tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífríkið almennt.

Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur.

Eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 eiga ekki annan kost en að hafna frekari vinnuframlagi manna sem sýna af sér slíka hegðun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Í gær

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Í gær

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”