Christel Ýr Johansen, Instagram-stjarna og förðunarfræðingur, deilir á Facebook-síðu vægast sagt óhugnanlegu myndbandi. Á því má sjá sjómenn á skipinu Bíldsey SH-65 skera sporð af skepnu, sem virðist vera Grænlandshákarl, og hlæja sig máttlausa. DV hefur ennfremur borist fjöldi ábendinga um myndbandið.
Christel er verulega misboðið og er ekki ein um það því hegðun sjómannanna er fordæmd í athugasemdum. „ÞVÍLÍKU SJÚKU AUMINGJAR! Gæinn er svo stoltur af sér að hann slökkti á kommenta kerfinu því enginn var víst sammála honum.. náði SR áður en hann lokaði á það,“ skrifar Christel.
Í athugasemdum við færslu Christel kalla vinir hennar eftir því að þetta sé tilkynnt til MAST þar Grænlandshákarlinn hefur fengið verndarstöðu. Ein vinkona hennar deilir sínum skilaboðum til MAST.