fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

MYNDBAND: Afhjúpun WOW air í glóðvolgri bók – Menn telja sig hafa verið svikna í hlutafjárútboðinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 15:19

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson segist ekki geta lagt mat á hvort eitthvað ólöglegt eða óeðlilegt hafi verið í gangi í skuldabréfaútboði WOW í nóvember 2018. DV ræddi við hann í aðdraganda fundar og útgáfuhófs vegna útkomu bóka hans. WOW – Ris og fall flugfélags. Myndbandsviðtal má horfa á í spilaranum neðst í fréttinni.

Stefán Einar var spurður hvort hann telji að eitthvað ólöglegt eða óeðlilegt hafi átt sér stað í skuldabréfaútboði WOW air í nóvember 2018. Í bókinni eru gögn sögð benda til þess að helmingur þess sem safnaðist í útboðinu hafi farið í skuldir:

„Ég get ekki lagt mat á það sem slíkt. Ég get bara lýst þeirri atburðarás og þeim gögnum sem liggja fyrir úr útboðinu. Hins vegar er ljóst að þeir sem tóku þátt í útboðinu hafa verið að skoða þetta ferli gaumgæfilega og þetta varpar nýju ljósi á hvernig það gekk fyrir sig. Það er svo þeirra – eins og raunar aðstandenda útboðsins – að skýra þetta mál frekar.“

Telja menn sig hafa verið svikna?

„Já, hluti hópsins hefur tjáð sig með þeim hætti í mín eyru, án þess ég greini frá því hvaða aðilar það eru, að þeir telji að þeir hafi í raun og veru verið beittir blekkingum. Þeir þurfi síðan að kanna hvort útboðið standist skoðun eða ekki. Það verður að taka tillit til þess í tenglum við þessa sögu alla að hlutirnir gerast mjög hratt á þessu mánuðum og það fjarar mjög hratt undan félaginu.“

Aðstæður geti hafa breyst mjög hratt frá þeim tíma þegar ákveðið var að efna til útboðsins og þegar það fór fram.

Stefán Einar Stefánsson WOW

Hefði verið hægt að bjarga WOW án aðkomu ríkisins?

„Þegar upp var staðið reyndist ekki vilji hjá einkafjárfestum að koma inn í félagið og ég legg út með það í niðurstöðum bókarinnar að það hefði verið feigðarflagn af hálfu ríkisins að leggja fé í fyrirtækið eins og því var fyrir komið.“

Í myndskeiðinu segir Stefán Einar einnig frá ógnarstuttum ritunartíma bókarinnar og svarar spurningunni hvort hann hafi séð fall WOW air fyrir og verið klár með megnið af verkinu áður en örlagadagurinn 28. mars rann upp:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum