fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Fréttir

Verður Íslandi refsað? Útilokar ekki tveggja ára bann – „Óvenjulegt og slær mann svolítið utan undir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, greinir á  um hvort að athæfi Hatara í Eurovisionkeppninni á laugardaginn muni hafa afleiðingar. Telur sá fyrrnefndi afar ólíklegt að Íslandi verði gerð refsing í málinu á meðan sá síðarnefndi telur líklegt að Íslandi verði meinuð þátttaka frá keppninni á næsta ári.

Þetta kom fram í Morgunútvarpinu á Rás 2 og í Bítinu á Bylgjunni. 

Hljómsveitin Hatari keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision um helgina. Á meðan á stigagjöfinni stóð nýtti Hatari tækifærið þegar myndavélinni var beint að þeim og veifuðu fána Palestínu sem hefur vakið mikla athygli. Eurovisionkeppnin á alfarið að vera laus við pólitík og því hafa margir í kjölfar uppátækisins velt því fyrir sér hvort Ísland verði beitt viðurlögum og jafnvel meinað að taka þátt í keppninni á næsta ári.

Magnús Geir mætti í Morgunútvarpið og ræddi um stöðuna. Sagði hann að RÚV hefði ekki borist neitt erindi frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og er ekki viss um að slíkt erindi muni koma.

„Nú er mánudagur og keppnin var í fyrrakvöld. Við lítum til baka og erum auðvitað gríðarlega stolt af framlagi Íslands. Hatari stóð sig með eindæmum vel með virkilega kraftmikið og flott atriði.“

Fána-uppákoman var ekki gerð í samráði við RÚV, eða fararstjórn. Heldur alfarið frá Hatara komin. Hins vegar segir Magnús að það  hafi nú alveg komið fyrir áður í keppninni, þrátt fyrir að hún eigi að vera laus við pólitík, að keppendur hafi nýtt sér dagskrárvald sitt til að vekja athygli.

„Þetta var ekki hluti af plani RÚV. Við hins vegar erum alveg meðvituð um að þegar þjóðin valdi Hatara, hér í Laugardalshöll, þá auðvitað vissum við að við erum ekki að fara með sykurhúðað framlag og þarna eru listamenn sem liggur mikið á hjarta og það er jú eðli listarinnar að spyrja áleitinna spurninga og velta upp nýjum flötum og þess háttar. Atriði er þannig, það er óvenjulegt og slær mann svolítið utan undir. Það er náttúrulega eldfimt ástand á þessum slóðum.“

„Framganga Hatara hefur verið virkilega flott í fjölmiðlum. Við  höfum náð mikilli athygli. Dansað á línunni og það er erfitt í þessum mikla sirkus sem Eurovision er.“

Þó svo RÚV-menn hafi ekki vitað af fyrirætlunum Hatara fyrir fram þá lá það í loftinu að eitthvað gæti gerst.

„Ég var ekki pollrólegur þetta kvöld.“

Magnús var þó ánægður með flutninginn og þó svo fána-uppákoman hafi verið pólitísk í eðli sínu óttast hann ekki ströng viðurlög frá EBU.

„Mér þykir það mjög ólíklegt að það verði einhver slík viðurlög. Mér finnst líklegra að það verði kannski gerð formleg athugasemd við þetta.“

Páll Magnússon er á öðru máli. Hann ræddi um málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann taldi það líklegt að EBU beiti Ísland viðurlögum og ekki ólíklegt að viðurlögin muni felast í keppnisbanni.

Ég geri ráð fyrir því að stjórn EBU þarna, líti á þetta sem svo að þarna hafi verið framið einhvers konar brot  með þessu og ríkisútvarpið er ábyrgt fyrir því

Páll telur mikilvægt fyrir EBU að bregðast við uppákomunni og beita viðurlögum, annað geti sett hættulegt fordæmi fyrir aðra og hætt við því að Eurovision-keppnin verði rammpólitísk.

EBU hlýtur með einhverjum hætti, eða mér finnst það mjög líklegt, að fylgja þessu eftir með einhverjum afgerandi hætti“

Líklegustu viðurlögin eru keppnisbann. Páll telur það líklegt og jafnvel mögulegt að bannið verði til tveggja ára.

„Ætli við förum ekki í leikbann. Spurning hvort það verði litið á þetta sem bann í einn leik eða tvo. Mér finnst það líklegt“

„Ég held að það sé ekki himinn og jörð að farast þó að við tökum ekki þátt í eitt skipti eða svo.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Í gær

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“
Fréttir
Í gær

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“