fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Þetta eru meintu vangoldnu laun Rúmenana hjá starfsmannaleigunni -Sjáðu kröfuna!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kröfubréfi sem Réttur lögmannsstofa sendi, fyrir hönd Eflingar, til viðskiptavina starsfmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., er þess krafist að meintir ólögmætir frádráttarliðir verði endurgreiddir. Í kröfubréfi er því ekki haldið fram að laun eða yfirvinna hafi verið vanreiknuð eða í ósamræmi við tímaskráningu. Frádráttarliðirnir sem krafist er greiðslu á eru til dæmis fyrirframgreidd laun, orlof, húsaleiga og líkamsræktarkort. Krafan er studd með þeim rökum í kröfubréfi að samkvæmt lögum sé skuldajöfnun launa óheimil, sem er rangt því skuldajöfnun er aðeins óheimil þegar ekki hefur sérstaklega verið samið um hana.

Látið reyna á keðjuábyrgðina

Komið hefur fram að Réttur lögmannsstofa hafi, fyrir hönd Eflingar, sent notendafyrirtækjum starfsmannaleigunnar, Menn í vinnu, kröfubréf vegna vangoldinna launa 18 rúmenskra starfsmanna leigunnar á grundvelli ákvæðis laga um keðjuábyrgð.

Notendafyrirtækin eru þau fyrirtæki sem keyptu þjónustu starfsmannaleigunnar. Samkvæmt lögum um starfsmannaleigu er heimilt að beina kröfu um vangoldin laun beint að notendafyrirtæki.  Í þessu felst hin margumtalaða keðjuábyrgð.

Efling tilkynnti þann 28. febrúar að félagið hefði fengið lögmannsstofu Ragnars Aðalsteinarsonar, Rétt, til að leita réttar 18 rúmenskra starfsmanna leigunnar vegna vangoldinna launa og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að láta reyna á keðjuábyrgðina, og notendafyrirtækjum send kröfubréf á þeim grundvelli. DV hefur eitt slíkt kröfubréf undir höndum en athugavert við kröfubréfið er að meint vangoldin laun felast aðeins í kostnaðarliðum sem dregnir voru frá launum starfsmannana.

Frádráttur á borð við fyrirframgreidd laun, húsaleiga, flugmiðar til og frá Íslandi, líkamsræktarkort og orlof. Í kröfubréfi segir:

„Fjórir aðsendir launaseðlar frá MÍV liggja því til grundvallar kröfu þessari en samkvæmt launaseðlum umbjóðanda okkar þá kom eftirfarandi til frádráttar:

  1. No notice given               50.272
  2. Fyrirfram greitt/Advance 173.500
  3. Housing/Rent 178.669
  4. Transport Fee 28.333
  5. Cleaning Fee 7.000
  6. Orlof lagt í banka 45.343
  7. Flight/Flybus 90.176
  8. World Class/Gym 13.800
  9. Gas/Shared Gas 2.000

______________________________________________________________

Samtals: kr. 589.093″

Úr kröfubréfi

Að auki er farið fram á 75.000 kr. í innheimtukostnað.

Starfsmenn sem aldrei unnu hjá fyrirtæki

Samkvæmt heimildarmanni blaðmanns bárust kröfubréf til notendafyrirtækja fyrir starfsmenn starfsmannaleigunnar sem aðeins voru við störf í nokkra daga hjá fyrirtækinu og jafnvel vegna starfsmanna sem aldrei höfðu unnið þar.

Þetta er áhugavert í ljósi þess að í lögum um starfsmannaleigur er tekið fram að notendafyrirtæki sé heimilt að hafna greiðslu á grundvelli keðjuábyrgðar, hafi starfsmaður unnið skemmur en 10 daga hjá viðkomandi notendafyrirtæki.

Í sömu lögum er tekið fram að keðjuábyrgðin nái ekki til orlofsgreiðslna. Krafa Eflingar er þó engu að síður sú að orlofið sé endurgreitt, án þess að rökstutt sé nánar hvers vegna slíkt ætti að vera gertí trássi við lögin, eða hvort yfirhöfuð sé um vangoldin laun að ræða. Ekki hafa borist svör frá Eflingu um hvort ætlað sé að orlofið hafi aldrei verið greitt, en kröfurnar í kröfubréfi eru þó aðeins rökstuddar á þeim grundvelli að frádrátturinn hafi verið ólögmætur. Það er nokkuð algengt að orlof lagt inn í banka sé dregið af launum starfsmanna á Íslandi eða að starfsmenn geti fengið fyrirframgreiðslu launa. Því  gæti verið fróðlegt að sjá hvort að fleiri munu leita til sinna vinnuveitenda og krefjast endurgreiðslu á orlofi og fyrirframgreiddum launum, sé það í raun heimilt.

Segja ranglega að skuldajöfnun sé óheimil

Bað sjálfur um líkamsræktarkort en samt er krafist endurgreiðslu

Í kröfubréfinu er vísað til laga um verkkaup, lög sem sett voru árið 1930 en halda þó gildi sínu í dag. Í þeim er kveðið á um að óheimilt sé að skuldajafna launum, og er það tekið fram í kröfubréfinu. Hins vegar láist í bréfinu að geta þess að í niðurlagi ákvæðisins sem tekur fyrir skuldajöfnun er sérstaklega tekið fram að hún sé þó  heimil hafi sérstaklega verið samið um hana. Starfsmenn stafsmannaleigunnar skrifuðu undir ráðningarsamning þar sem vinnuveitandanum var sérstaklega gert heimilt að skuldajafna frá launum þeirra. Samningurinn var bæði á ensku og rúmensku og ekki var um neitt „smátt letur“ að ræða.

Inn á vefsíðu Eflingar má finna vísun til málareksturs þeirra á arinu 2006 gegn frádráttar launagreiðanda af launum starsfmanns. Segir á vefnum:

„Um skuldajöfnuð hafði aldrei verið samið og taldi [starfsmaður] að samið hefði verið um að fæði og húsnæði fylgdi,“ þar var jafnframt greint frá forsendum dómara sem dæmdi í málinu: „Má eigi greiða kaup með skuldajöfnuði nema um það hafi áður verið sérstaklega samið. Ósannað er að slíkt samkomulag hafi náðs tá milli aðila.“. Má segja að í þessu tilvitnaða dómsmáli hafi það skipt meginmáli að ekki var sannað að um skuldajöfnuð hefði verið samið en alls ekki gengið út frá því að slíkt sé með öllu óheimilt.

Ekki krafist endurgreiðslu fyrir alla

Samkvæmt tilkynningu Eflingar um að kröfubréfin hafi verið send út, fengu þau fyrirtæki sem réðu starfsmenn starfsmannaleigunnar beint til sín, ekki slík bréf og verður ekki reynt á keðjuabyrgð gagnvart þeim fyrirtækjum.  Þeir starfsmann sem unnu fyrir þau fyrirtæki  á þeim tíma sem keðjuábyrgðin á að ná til fá því ekki endurgreiðslu. Ekki hefur borist svar frá Eflingu um hvort þeim starfsmönnum sem ekki fá endurgreitt hafi verið gert grein fyrir því og þá hvort þeir séu sáttir við þá niðurstöðu.

Blaðamaður hafði samband við Eflingu við vinnslu fréttarinnar, en engin svör hafa borist. Við vinnslu annarrar fréttar sagði samskiptafulltrúi Eflingar:

„Um er að ræða launakröfur vegna ólögmæts frádráttar af launum. Kröfurnar eru sundurliðaðar í tilfelli hvers og eins starfsmanns og byggðar á fyrirliggjandi gögnum.“

 

Úr ráðningasamningi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“