fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Óstjórn varð WOW að falli: „Þeir seildust of langt, alltof hratt.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 18:32

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir greiningaraðilar halda því fram að óstjórn hafi einkennt rekstur WOW air og það hafi leitt til gjaldþrots fyrirtækisins.

Sömu aðilar segja að það hafi einnig átt stóran þátt í falli flugfélagsins hversu flóknu viðskiptalíkani það starfaði eftir, en viðskiptamódelið hafi verið óraunsætt. Fleiri lággjaldaflugfélög standa nú í ströngu og er talið að þau geti horft til gjaldþrots WOW, sem víti til varnaðar. Þetta kemur fram í frétt Travel Weekly.

„Að bjóða upp á lággjaldaflug í lengra flugi er erfitt,“ sagði flugsérfræðingurinn Seth Kaplan. „Spurðu bara Primera, spurðu Norwegian, sem eru að tapa peningum, og spurðu líka fjöldann allan af öðrum flugfélögum sem hafa reynt þetta í gegnum árin.“

Er þar vísað til langra flugleiða á borð við Bandaríkjaflugið sem WOW bauð upp á. Þegar flogið er yfir svo langa vegalengd þá gangi lággjalda viðskiptalíkanið ekki upp með sama hætti og fyrir styttri flug.

Travel Weekly fer yfir tilraunir WOW til að bjarga rekstrinum og viðræðurnar við bæði Indigo Partners og Icelandair.  Tap af rekstrinum árið 2018 hafi verið mikið og félagið hafi þurft að losa sig við meira en helming flugvélaflotans.

Ralph Hollister, ferðamálafræðingur segir WOW hafa ofmetnast.„Þetta er dæmi um óstjórn. Þeir seildust of langt, alltof hratt.“

Hollister og Kaplan voru sammála um að WOW hafi gert mistök árið 2016 þegar hófu að nota breiðþotur af gerðinni Airbus A330 og hófu Bandaríkjaflugið. Þar með hafi reksturinn orðið flóknari og skuldir stóraukist.

Þegar flogið er yfir langar vegalengdir á borð við frá Íslandi til Bandaríkjanna þá sé eldsneytiskostnaður mikill hlutfallslega. Þessu hafi fleiri lággjaldaflugfélög brennt sig á og glími núna við afleiðingarnar af því. Primera air er hætt rekstri og félögin Norwegian Air og Eurowings, svo dæmi séu tekin, eru að tapa miklum peningum og standa fjárhagslega völtum fótum.

„Þeir eiga i erfiðleikum á tímum þar sem bransinn er í blóma,“ sagði Kaplan um Norwegian air „Öll áföll, hækkað verð á eldsneyti, minni eftirspurn, allt þetta gæti orðið þeim að falli. Þeir eru ekki flugfélag sem hefur mikið svigrúm fyrir slík áföll.“

WOW er gjaldþrota og lággjaldaflugfélögin sem eftir standa, þurfa því að líkindum virkilega að endurhugsa viðskiptalíkanið fyrir lengri flugin, eða hætta þeim alfarið, vilji þeir ekki hljóta sömu örlög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“