fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Amma Kristófers lést úr krabbameini – Styrkir Krabbameinsfélagið með landsliðstreyju á uppboði

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltakappinn Kristófer Acox er með áritaða íslenska landsliðstreyju á lottó uppboði til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Kristófer Acox er 25 ára gamall leikmaður KR, þar sem hann er uppalinn. Hann var í íslenska landsliðinu árið 2017 og 2018 og var valinn besti leikmaður Domino´s deildarinnar árið 2018.

Kristófer var í fríðum flokki annarra karlmanna sem fóru á kostum í auglýsingu Mottumars í ár. Hann valdi að styrkja Krabbameinsfélagið þar sem móðuramma hans barðist við krabbamein, en hún lést árið 2011. Númerið 19 hefur einnig persónulega þýðingu fyrir hann en það var afmælisdagur ömmu hans.

Þú átt möguleika á að vinna treyjuna hans með því að kaupa miða á 1.000 kr. í lottóuppboði á heimasíðu CharityShirts.

Vinningshafi verður dreginn út mánudaginn 6. maí kl. 19 í beinni útsendingu á Facebook-síðu CharityShirts.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.

Um CharityShirts

Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson standa að vefsíðunni CharityShirts.is þar sem fótboltamenn gefa eigin treyjur til styrktar góðu málefni. Ein treyja er í boði í einu, viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði til þess félags.

Samtals hefur CharityShirts og leikmenn safnað 1.205.000 til góðgerðamála. Kristó er nítjándi leikmaðurinn, en sá sem hæstri upphæð hefur safnað til þessa er landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem valdi Konukot sem sitt góðgerðarfélag.

„Þetta fer þannig fram að viðkomandi leikmaður velur sér góðgerðarfélag og rennur allur ágóði af hans treyju til þess félags,“ segir Sturlaugur. „Nýr leikur byrjar annað hvert mánudagskvöld og stendur í tvær vikur, og er dregið á Facebook „live“ klukkan 19 annan hvern mánudag. Þeir sem vilja eignast treyjuna kaupa lottómiða, einn miði kostar 1.000 kr. og fær viðkomandi tölvupóst með sínu lukkunúmeri/um.“

Fylgjast má með CharityShirts bæði á heimasíðu og Facebook-síðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“