Málið hefur vakið mikinn óhug og er óhætt að segja að íbúar í Mehamn séu harmi slegnir. Samfélagið er lítið en tæplega 800 manns búa í bænum. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Heiðu B. Þórðardóttur, systur Gísla, að þau hafi verið mjög náin og hafi rætt daglega saman vikuna fyrir morðið. Hún sagði það hafa verið mikið áfall þegar lögreglan tilkynnti henni að Gísli væri látinn.
„Sársaukinn er ólýsanlegur.“
Sagði hún.
Hálfbróðir Gísla, sem er 35 ára, skrifaði færslu á Facebooksíðu sína skömmu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst hann afsökunar á „svívirðilegum glæp“, ekki hafi verið ætlunin að hleypa af byssunni. Hann bað síðan sína nánustu að fyrirgefa sér.
Eins og DV skýrði frá í gær þá hafði hinn grunaði haft í hótunum við Gísla og hafði honum verið gert að sæta nálgunarbanni.