fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Morðið í Mehamn – „Sársaukinn er ólýsanlegur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. apríl 2019 07:45

Mehamn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fjölmiðlum um helgina var Gísli Þór Þórarinsson, fertugur Íslendingur, skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörku nyrst í Noregi á laugardaginn. Hálfbróðir hans er grunaður um verknaðinn. Hann er í haldi ásamt öðrum Íslendingi sem er talinn tengjast málinu.

Málið hefur vakið mikinn óhug og er óhætt að segja að íbúar í Mehamn séu harmi slegnir. Samfélagið er lítið en tæplega 800 manns búa í bænum. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Heiðu B. Þórðardóttur, systur Gísla, að þau hafi verið mjög náin og hafi rætt daglega saman vikuna fyrir morðið. Hún sagði það hafa verið mikið áfall þegar lögreglan tilkynnti henni að Gísli væri látinn.

„Sársaukinn er ólýsanlegur.“

Sagði hún.

Hálfbróðir Gísla, sem er 35 ára, skrifaði færslu á Facebooksíðu sína skömmu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst hann afsökunar á „svívirðilegum glæp“, ekki hafi verið ætlunin að hleypa af byssunni. Hann bað síðan sína nánustu að fyrirgefa sér.

Eins og DV skýrði frá í gær þá hafði hinn grunaði haft í hótunum við Gísla og hafði honum verið gert að sæta nálgunarbanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks