Fertugur Íslendingur lét lífið í skotárás í Noregi og er 35 ára gamall maður í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. 32 ára gamall maður er einnig í haldi lögreglunnar, samkvæmt frétt norska miðilsins Aftenposten. RÚV og Mbl.is hafa einnig greint frá. Mennirnir eru sagðir þekkjast og tengjast en lögreglan hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið.
Maðurinn varð fyrir byssuskoti kl. hálfsex í morgun. Atburðurinn átti sér stað í Finnmörku í smábænum Mehamn, þar sem íbúar eru ríflega 1000.