fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Vísindin hafa talað – Svona verður þú ánægðari og hamingjusamari

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 19:00

Hvað gerir okkur hamingjusöm?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn getur verið langur og dimmur og það fer illa í suma, þunglyndi og leiði geta gert vart við sig. En það er ekki allt alveg vonlaust þrátt fyrir það. Það er hægt að ráða bót á þessu.

Að minnsta kosti segja vísindamenn við Iowa State háskólann það. Í fréttatilkynningu frá háskólanum kemur fram að niðurstöður nýrrar rannsóknar sýni að 12 mínútna daglegur göngutúr, þar sem hugsað er jákvætt um annað fólk, sé áhrifarík aðferð til að komast í betra skap.

Vísindamennirnir rannsökuðu nokkrar aðferðir til að kanna hvað gerir okkur glöð. Þátttakendum, allt námsfólki við háskólann, var skipt í fjóra hópa. Hóparnir voru látnir fara í 12 mínútna göngutúra á háskólalóðinni og fékk hver hópur ákveðið umhugsunarefni til að glíma við í göngutúrnum.

Hópur 127 stúdenta átti að hugsa: „Ég óska mér að þessi manneskja sé hamingjusöm“ um þá sem þeir mættu.

Hópur 125 stúdenta átti að hugsa um hvort þeir ættu eitthvað sameiginlegt með þeim sem þeir sáu.

Hópur 109 stúdenta átti að hugsa hvort þeir hefðu það betra en þeir sem þeir sáu.

Síðast var hópur 135 stúdenta sem var svokallaður samanburðarhópur sem átti ekki að hugsa um neitt sérstakt.

Niðurstaðan var að ánægðustu þátttakendurnir voru þeir sem áttu að hugsa jákvætt um annað fólk. Þeir sögðust finna fyrir minni kvíða, voru hamingjusamari og fundu til meiri samkenndar en aðrir þátttakendur.

Vísindamennirnir ráðleggja fólki því að fara daglega í göngutúr og noti hann til að gleðjast fyrir hönd annarra því það auki eigin ánægju og hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“