Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, um stöðu málsins. Haft er eftir honum að fjölskyldan geti lítið annað gert en haldið áfram að minna á málið.
„Við erum bara í því að reyna að halda póstinum gangandi. Það vita allir af þessu úti. Það er eiginlega enginn sem hefur ekki heyrt um þetta. En það er voða lítið sem hægt er að gera eins og er.”
Sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið.
Fjölskyldan hefur reynt að sjá til þess að einhver úr henni sé alltaf til staðar í Dublin og flýgur Davíð þangað í dag til að taka við af systur sinni. Haft er eftir honum að hann ætla að reyna að vekja athygli fjölmiðla á málinu og dreifa upplýsingum um það sem víðast. Hann stefnir einnig á fund með lögreglunni á morgun og reiknar þá með að fá nánari upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar.
Haft er eftir Davíð að ýmsar tilgátur séu uppi um hvað hafi orðið um Jón Þröst en skiptar skoðanir séu um hvort hann hafi yfirgefið Írland.
„Þetta er allt jafn líklegt og ólíklegt fyrir mér.“
Sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið.