fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Bitcoin gæti eyðilagt íslenskar náttúruperlur: „Ég er ekki tilbúinn að færa þá fórn“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta heimsókn Þjóðverjans Marco Streng til Íslands átti sér stað svo hægt væri að leysa lítið vandamál. Bitcoin-tölvur Streng notuðu mjög mikið rafmagn, en á Íslandi var ramagnið bæði aðgengilegra og ódýrara.

Marco Streng kom sér fyrir á gömlu herstöðinni í Keflavík, sem er í dag full af fyrirtækjum sem grafa eftir Bitcoin og öðrum rafmyntum. Þarna eru öflugar tölvur, sem nota meiri orku en öll íslensk heimili til samans samkvæmt upplýsingum sem Al Jazeera vitnar til. 

Aukin Bitcoin-leit á Íslandi hefur vakið óhug vegna áhrifa sem hún gæti haft á umhverfið. Al Jazeera fjallaði um þetta mál og þær áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir þegar kemur að aukinni eftirspurn eftir orku.

Þó að rafmagnið á Íslandi komi aðallega frá vatnsorku og jarðvarmaorku og því lítið um kolefnisútblástur, þá hafa virkjanirnar samt sem áður áhrif á nærumhverfið.

Slæm áhrif á umhverfið?

Læknirinn og umhverfissinninn Tómas Guðbjartsson segist ekki vilja auka starfsemi í kringum orkusöfnun þar sem hún geti eyðilagt náttúruperlur. En aukin eftirspurn er eftir orku vegna þess að aukið magn Bitcoin er að fara í umferð.

Fyrr í mánuðinum gáfu stjórnvöld í Kína út að þau ætluðu sér að brjóta niður vefmynta-iðnaðinn þar í landi, vegna mengunarinnar og orkutapsins sem hann veldur. Það gæti sett meiri pressu á Ísland og önnur lönd sem halda iðnaðinum í gangi.

Jóhann Snorri Sigurbergsson sem vinnur hjá HS Orku hrósar þeim sem leita að Bitcoin á Íslandi. „Þetta eru góðir viðskiptavinir, tölvurnar þeirra eru bara alltaf í fullum gangi.“

HS orka útvegar meðal annars rafmagn á suðvesturhorninu þar sem Bitcoin-iðnaðurinn fer að mestu leyti fram á Íslandi. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir rafmagni ætlar HS Orka sér að reisa rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum.

Tómas segir þó „Bitcoin búi ekki til störf, heldur eyðileggur það umhverfið. Ég er ekki tilbúinn að færa þá fórn og sem betur fer eru margir Íslendingar sammála mér.“

Bitcon öruggur gjaldmiðill?

Fjárfestingin er þó ekki örugg því samkvæmt Coindesk hefur gengi Bitcoin-fallið. Í apríl í fyrra var það í 8.500 Bandaríkjadölum en núna einungis í 4.000. Gengið hefur sveiflast mikið á undanförnum misserum.

Vegna síbreytilegs verðs er erfitt að nota vefmyntir í daglegum viðskiptum. Streng heldur því þó fram að hann hafi notað Bitcoin til að borga fyrir fínt hótel í síðustu viku.

Ákveðnir sérfræðingar halda því þó fram að það séu í rauninni bara ákveðnir aðilar sem græði á Bitcoin, einungis þeir sem stundi svarta atvinnustarfsemi græði í alvörunni.

Streng andmælir því og segir að Bitcon sé valkosturinn að geyma fjármuni frá hefðbundnum fjármálum. Hann bendir á að þar sem efnahagsástandið sé slæmt eins og til dæmis í Venúsúela sé Bitcoin kjörinn valkostur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“