fbpx
Sunnudagur 01.desember 2024
Fréttir

Lof og Last vikunnar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. apríl 2019 14:00

Tv. stjörnu Sævar / Th. Ofbeldi í Grafarvogi / Samsett mynd / DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof:

Lofið þessa vikuna fær hann „stjörnu“ Sævar Helgi Bragason sem leitt hefur áhorfendur þáttarins Hvað höfum við gert? í allan sannleikann um loftslagsbreytingar. Þættirnir sem framleiddir eru af Saga Film fyrir RÚV hafa útskýrt á mannamáli hvaða áhrif loftslagsbreytingarnar hafa haft á lífríki og samfélög og afleiðingar þeirra. Sævar segir ungt fólk ekki nægilega meðvitað um loftslagsmál og að ef ekki takist að stöðva þá neysluhyggju sem á sér stað þá sé framtíðin ekki björt. Í þáttunum er einnig rætt hvaða lausnir eru til staðar og hvað hver og einn geti gert. DV er fylgjandi umhverfishyggju og við erum ánægð með framtak Sævars.

Last:

Í vikunni barst DV ábending um myndband sem gekk eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Í myndbandinu, sem tekið er við Borgarholtsskóla í Grafarvogi, má sjá karlmann gefa annarri manneskju kjaftshögg og er talið að sú sem varð fyrir högginu sé kona. Við höggið féll manneskjan í jörðina og hefur myndbandið vakið mikinn óhug lesenda. DV er á móti ofbeldi í allri sinni mynd og því fær karlmaðurinn á myndbandinu, ásamt öllum öðrum sem telja ofbeldi í lagi, lastið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskylduharmleikurinn á Tenerife líklega útkljáður fyrir íslenskum dómstólum

Fjölskylduharmleikurinn á Tenerife líklega útkljáður fyrir íslenskum dómstólum
Fréttir
Í gær

Böðullinn sem hengdi Eichmann er látinn: Var þjakaður af martröðum mánuðum saman

Böðullinn sem hengdi Eichmann er látinn: Var þjakaður af martröðum mánuðum saman
Fréttir
Í gær

Bolli segist ekki hafa komið nálægt auglýsingunum gegn Degi

Bolli segist ekki hafa komið nálægt auglýsingunum gegn Degi
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður ákærður fyrir fjárdrátt frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

Ari Hermóður ákærður fyrir fjárdrátt frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Guðmundur snýr baki við Viðreisn: „Ég get ekki áttað mig á því hver stefnan er“

Guðmundur snýr baki við Viðreisn: „Ég get ekki áttað mig á því hver stefnan er“
Fréttir
Í gær

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti

Pútín segir að Rússar muni gera tilraunir með ný ofurhljóðfrá flugskeyti