„Eins og er, þá held ég að fáni Palestínu verði ekki á sviði,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við ísraelsku sjónvarpstöðina Stöð 13. Viðtalið var sýnt í gær í Ísrael.
Matthías sagði að sigur Hatara í Söngvakeppninni sýndi fram á að íslenska þjóðin væri á því máli að það væri eðlilegt að gagnrýna stjórnvöld í Ísrael. „Ísland er sammála okkur um að gagnrýna Ísrael,“ sagði Matthías.
Hér fyrir neðan má sjá innslagið en hægt er að stilla á enskan texta fyrir þá sem skilja ekki hebresku.
https://www.youtube.com/watch?v=dSHRTdULc7I