Af Twitter að dæma þá gætir talsverðar reiði erlendis vegna þrots WOW Air. Þar má sjá myndbönd af fokreiðum viðskiptavinum WOW. Í einu slíku segir strandaglópur að WOW fari með farþega eins og kakkalakka eða rusl.
Ein kona segir að eiginmaður sinn hafi ekki komið heim í tíu ár og loksins þegar það átti að bæta úr því þá fari WOW á hausinn. Í einu myndbandi má sjá ringulreið á flugvellinum í Toronto í Kanada.
Talsvert hefur verið fjallað um fall WOW á erlendum fjölmiðlum og á vef CNN má sjá lesa sögur nokkurra farþega sem eru strandaglópar erlendis. Rætt er við Barrai Omuireagain sem átti að fljúga frá Detroit til Dublin með WOW til að heimsækja fjölskyldu sína á Írlandi. Hann var á ferð með eiginkonu sinni, Katie og börnum sínum, Chase, 16 ára og Maeve, 6 ára.
„Við erum í rusli,“ segir Barrai sem tekur fram að sama ferðalag með öðru ferðalagi kosti yfir hálfa milljón íslenskra króna fyrir fjölskylduna. Það er ekki hlaupið að því að reiða slíka upphæð fram.
Þá er rætt við Alex Spence sem var föst á flugvellinum í Berlín. Hún sá það á Twitter að WOW hefði hætt starfsemi. „Ég trúði þessu ekki. Núna þarf ég að finna að flug heim til Kanada og það verður líklega mjög dýrt.“ Hún kveðst svekkt yfir því að WOW hafi ekki fært henni neinar fréttir. „Ég varð að lesa mér til um þetta á netinu. Ég ætla að reyna að bóka ferð með áreiðanlegu flugfélagi en í hreinskilni sagt finnst mér ég ekki geta treyst neinu flugfélagi lengur.“
Þá segir Kristen Baldauf að hún hafi heyrt það frá íslenskum rútubílstjóra að WOW væri farið á hausinn. Kristen er á ferðalagi hér á landi ásamt þremur vinum sínum.
„Seint í janúar fékk ég tölvupóst þess efnis að flugi frá Chicago til Íslands hefði verið aflýst í marsmánuði. Ég flaug þá í gegnum Detroit og lenti á Íslandi á laugardaginn. Í morgun var ég að fara í hellaferð og þá spurði rútubílstjórinn okkar hvort við hefðum heyrt af WOW. „Þannig komumst við að þessu,“ segir Kristen sem gagnrýnir það að hafa ekki heyrt neitt frá WOW. „Við fórum á heimasíðuna þeirra og þá sáum við að þeir væru búnir að loka.“ Kristen þarf núna að finna flug til Minneaopolis en það gæti kostað hana og þrjá vini hennar hátt í 400 þúsund krónur. „Þetta er algjör martröð,“ segir hún.
@wow_air cancels flight to Dublin from Detroit at the last minute, looks like the company has gone bust. Any chance you can accommodate a family of four on @AerLingus out of Chicago or Tornado tomorrow the 28th. You would make this little girl Maeve very happy to see her cousins pic.twitter.com/jMnmWSh6zI
— Barrai Omuireagain (@BOmuireagain) March 28, 2019
Wow air literally left me and my family stranded in Ireland with no connection flights so we had to buy tickets with another airline out of our own pocket. We never saw any of that money back. Glad it's finally disappearing so this doesn't happen to other people #wowair
— Rafael Valdez (@RafaelV87306289) March 28, 2019
This is part of action happened yesterday at #MTL airport pax were stranded after flight on #WowAir was canceled actually ceased ✈️?♀️ unfortunately ?I feel sorry for this bad news FYI check #icelandair to go back home pic.twitter.com/6PfuzgUFtV
— ??Bla✈️Bla?? (@BlaRoula0426bla) March 28, 2019
It's chaos at the Toronto airport after low budget airline @wow_air shuts down and cancels all flights #Toronto #WowAir https://t.co/7UgQpYvhqS pic.twitter.com/K835SLCC6F
— blogTO (@blogTO) March 28, 2019
this woman was my spirit animal last night during @wow_air debacle #WowAir pic.twitter.com/GaLgr1eqME
— Kristen Moser (@KristenEMoser) March 28, 2019
Tempers were high last night at #yyz #wowair. I can’t post anymore of this due to the swearing!
The flight staff had just informed us they were in the same position as us. pic.twitter.com/tJjcNbVBku— travelgirlto (@travelgirlto) March 28, 2019
my husband hasn’t been home in ten years. we finally book flights to surprise the family and @wowairsupport goes and cancels all flights. #WowAir #bullshit
— jacqui (@jacquirosee) March 28, 2019
WOW Air passenger stranded in #Boston says, "we are kind of like cockroaches or garbage in their eyes." The airline announced this morning that they have ceased operation and cancelled all flights. #wbz #WowAir pic.twitter.com/MSav4YbPPk
— Anna Meiler (@AnnaMeiler) March 28, 2019
Couldn't happen to a better airline. They deserve everything they get. Where's @skulimogensen? What get-rich scheme will he come up with now? #youreFIRED #BuyerBeware of #WOWair https://t.co/RbfTjNxUSg
— jodierocco (@jodierocco) March 25, 2019
Passengers say they've been stranded and left in the dark as Wow Air, known for cheap trans-Atlantic fares, ceases operations https://t.co/F2iUSLg48R pic.twitter.com/12ZWCnTrz3
— CNN Breaking News (@cnnbrk) March 28, 2019