fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ringulreið og úlfúð erlendis vegna WOW: „Eiginmaður minn hefur ekki komið heim í tíu ár“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. mars 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af Twitter að dæma þá gætir talsverðar reiði erlendis vegna þrots WOW Air. Þar má sjá myndbönd af fokreiðum viðskiptavinum WOW. Í einu slíku segir strandaglópur að WOW fari með farþega eins og kakkalakka eða rusl.

Ein kona segir að eiginmaður sinn hafi ekki komið heim í tíu ár og loksins þegar það átti að bæta úr því þá fari WOW á hausinn. Í einu myndbandi má sjá ringulreið á flugvellinum í Toronto í Kanada.

Alveg í rusli

Talsvert hefur verið fjallað um fall WOW á erlendum fjölmiðlum og á vef CNN má sjá lesa sögur nokkurra farþega sem eru strandaglópar erlendis. Rætt er við Barrai Omuireagain sem átti að fljúga frá Detroit til Dublin með WOW til að heimsækja fjölskyldu sína á Írlandi. Hann var á ferð með eiginkonu sinni, Katie og börnum sínum, Chase, 16 ára og Maeve, 6 ára.

„Við erum í rusli,“ segir Barrai sem tekur fram að sama ferðalag með öðru ferðalagi kosti yfir hálfa milljón íslenskra króna fyrir fjölskylduna. Það er ekki hlaupið að því að reiða slíka upphæð fram.

Á erfitt með að treysta

Þá er rætt við Alex Spence sem var föst á flugvellinum í Berlín. Hún sá það á Twitter að WOW hefði hætt starfsemi. „Ég trúði þessu ekki. Núna þarf ég að finna að flug heim til Kanada og það verður líklega mjög dýrt.“ Hún kveðst svekkt yfir því að WOW hafi ekki fært henni neinar fréttir. „Ég varð að lesa mér til um þetta á netinu. Ég ætla að reyna að bóka ferð með áreiðanlegu flugfélagi en í hreinskilni sagt finnst mér ég ekki geta treyst neinu flugfélagi lengur.“

Rútubílstjórinn sagði henni fréttirnar

Þá segir Kristen Baldauf að hún hafi heyrt það frá íslenskum rútubílstjóra að WOW væri farið á hausinn. Kristen er á ferðalagi hér á landi ásamt þremur vinum sínum.

„Seint í janúar fékk ég tölvupóst þess efnis að flugi frá Chicago til Íslands hefði verið aflýst í marsmánuði. Ég flaug þá í gegnum Detroit og lenti á Íslandi á laugardaginn. Í morgun var ég að fara í hellaferð og þá spurði rútubílstjórinn okkar hvort við hefðum heyrt af WOW. „Þannig komumst við að þessu,“ segir Kristen sem gagnrýnir það að hafa ekki heyrt neitt frá WOW. „Við fórum á heimasíðuna þeirra og þá sáum við að þeir væru búnir að loka.“ Kristen þarf núna að finna flug til Minneaopolis en það gæti kostað hana og þrjá vini hennar hátt í 400 þúsund krónur. „Þetta er algjör martröð,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund