fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Ríkisstjórnin segir að þjóðarbúið ráði vel við gjaldþrot WOW Air: 4000 manns strandaglópar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagkerfið er vel í stakk búið að takast á við afleiðingar af gjaldþroti WOW Air, segir í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í morgun og sendi eftirfarandi yfirlýsingu á fjölmiðla:

„Ríkisstjórn Íslands lýsir yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air hf. til að tryggja rekstur félagsins skiluðu ekki árangri. Viðbúnaðarhópur stjórnvalda fylgist grannt með því að heimflutningur farþega gangi greiðlega fyrir sig.

Rekstrarstöðvun WOW air hf. er mikið áfall fyrir starfsfólk félagins og aðra þá sem byggt hafa afkomu sína á starfsemi þess.

Staða efnahagsmála er sterk og hagkerfið vel í stakk búið að takast á við þessa áskorun. Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma og kalla á endurmat áætlana en áhrifin til lengri tíma ráðast af þróun á markaði.“

Fram kom á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að 4000 manns væru strandaglópar vegna rekstrarstöðvunar WOW Air. RÚV greindi frá. Greindi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra frá þessu. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að ljóst hefði verið hvert stefndi rétt fyrir miðnætti í gærkvöld. Viðbragðsáætlun stjórnvalda hafi verið virkjuð en hún miði að því að koma fólki á áfangastað. Hafi verið haft samband við Icelandair og Easyjet í þeim tilgangi.

Réttindi flugfarþega

Samgöngustofa hefur send frá sér fréttatilkynningu vegna falls WOW Air þar sem farið er yfir réttindi strandaðra flugfarþega, hvernig þeir geta leitað upplýsinga og hvernig þeir eiga að komast á áfangastað. Þar er farþegum ráðlagt að leita til annarra flugfélaga og þeim sem greiddu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við kreditkortafyrirtækið til að fá miðann endurgreiddan. Sjá nánar á vef Samgöngustofu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm