fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Allt flug WOW air stöðvað – Vélar félagsins fastar á flugvöllum í Ameríku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt flug WOW air hefur verið stöðvað og eru sex flugvélar félagsins fastar á flugvöllum í Ameríku. Tilkynning var birt á heimasíðu WOW air fyrir stundu um að allt flug félagsins hafi verið stöðvað.

Í tilkynningunni segir að félagði sé nú á lokametrunum við að ljúka fjárfestingu og að fá nýja eigendur að félaginu. Allt flug hafi verið stöðvað þar til þeim samningum verði lokið. Nánari upplýsingar verði gefnar klukkan 9.

Félagið þakkar farþegum síðan fyrir stuðninginn og biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta veldur þeim.

WOW air hefur róið lífróður undanfarna daga en reynt hefur verið að bjarga því frá gjaldþroti. Kröfuhafar tóku félagið yfir, að stórum hluta, í byrjun vikunnar og síðan hefur verið unnið að því, með ráðgjöfum, að fá nýja eigendur til liðs við félagið. Rætt hefur verið um að leggja þurfi félaginu til 5 milljónir dollara og að það muni tryggja viðkomandi fjárfesti/fjárfestum 51 prósent hlut í félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“