fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Svona hefur lífið breyst á Íslandi frá árinu 2005 – „Einu sinni gat ég keypt fullan poka af mat fyrir 5000 kr.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gamla daga höfðu konur meiri tíma til þess að njóta og hvíla sig en konur hafa í dag. Ég held að það sé meira stress að vera kona í dag, ég er alltaf að flýta mér. Þegar dagurinn er á enda er ég orðin svo þreytt og spyr mig: Af hverju er ég alltaf að flýta mér, fyrir hvað?“

Svona hefst frásögn Jennifer Pernes Lucanas sem starfar við umönnun á Hrafnistu og er félagi í Eflingu. Hún segir sögu sína á Facebook síðu átaksins „Fólkið í Eflingu“. Í frásögn hennar kemur fram hvernig lífið hefur breyst hér á landi. Einu sinni keypti hún fullan poka af mat fyrir 5 þúsund krónur en kveðst nú greiða allt að 20 þúsund fyrir að fylla einn poka af mat.

Þar má einnig finna fjölmargar aðrar sögur fólksins í stéttafélaginu, fólks sem vinnur margvísleg störf í íslensku samfélagi en oft á tíðum fyrir lág laun.

Fjölskyldan deilir öllu

Jennifer er fædd í Manilla, höfuðborg Filippseyja. Landið var áður spönsk nýlenda og fjölskylda Jennifer rekur ættir sínar til Spánar. Á Filippseyjum þykir eðlilegt að fjölskyldan deili öllu og systkini Jennifer búa enn heima hjá móður sinni, þrátt fyrir að vera fullorðin.

„Áður en ég flutti hingað hafði ég prófað ýmis störf heima á Filippseyjum. Ég vann um tíma í verksmiðju sem framleiddi föt og mitt starf var að fylgjast með gæðunum á saumaskapnum. Ég safnaði klæðunum saman og tók það sem var illa saumað og skilaði aftur til fólksins á saumavélunum. Starfið gerði mig ekki vinsæla á vinnustaðnum, fólkið kvartaði og fannst ég ekki vera að gera neitt gagn af því að ég sat ekki við saumavél.“

Jennifer var ung og viðkvæm svo hún sagði upp vegna óánægju kolleganna og fór að vinna í lítilli matvöruverslun og síðar á KFC.

„Eftir lokun á kvöldin fórum við vinnufélagarnir út að skemmta okkur langt fram á nótt. Stundum var svo gaman að ég hafði rétt svo tíma til þess að skreppa heim í sturtu áður en ég mætti á næstu morgunvakt.“

Au pair á Íslandi

Þegar Jennifer var 25 ára langaði hana að kanna heiminn. Frænka hennar bauð henni að gerast Au pair hjá vinafjölskyldu vinnuveitenda hennar á Íslandi og Jennifer greip tækifærið.

„Ég vann hjá þessari íslensku fjölskyldu í eitt ár, passaði börnin en foreldrarnir voru mikið erlendis. Eftir það sótti ég um að komast í ræstingar á Hrafnistu þar sem ég vann í fimm ár eða til ársins 2005 og fékk 175 þúsund krónur fyrir fulla vinnu á þeim tíma. Í framhaldinu sótti ég um að komast í aðhlynningu hérna á Hrafnistu og fékk mig flutta yfir. Kaupið er hærra í umönnun en í ræstingunum. Ég hef starfað við umönnun síðan og fæ um það bil 265 þúsund krónur eftir skatta þegar ekkert álag bætist við.“

Hélt hún væri með æxli

Jennifer kynntist eiginmanni sínum á Filippseyjum og hann samþykkti að flytja til Íslands. Jennifer var búin að gefa barneignir upp á bátinn 42 ára gömul þegar henni fór að líða undarlega.

„Ég fann eitthvað hreyfast og þegar ég þrýsti á magann fann ég fyrir einhverju hörðu og fyrst hugsaði ég með mér að ég væri komin með æxli. Sem betur fer kom í ljós að þetta var barn í maganum. Ég hafði ekki fundið mér neins mein fram að þessu, enga ógleði þannig að þetta kom mér verulega á óvart. En biðtíminn styttist. Ég beið aðeins í fjóra mánuði áður en ég fæddi dóttur okkar.“

Lífið snýst í kringum dótturina

„Líf okkar í dag snýst í kringum dóttur okkar, en ég veit ekki hvort hún mun setjast að á Íslandi eða annarsstaðar. Dóttir mín er bara þriggja ára og ekki alveg tímabært að velta því fyrir sér hvar hún vill búa þegar hún verður fullorðin. Við munum helst vilja vera nálægt henni í framtíðinni en sjálf óska ég mér að verða gömul kona á Filippseyjum.“

Annars getur dóttir mín verið mjög ákveðin og við mæðgurnar eigum stundum langar deilur um fötin sem ég tek til fyrir hana á morgnanna. Hún setur upp skeifu og neitar að klæðast því sem ég legg til. Þegar ég var lítil þá var aldrei spurt, maður fór í það sem að manni var rétt. En við áttum ekki í neinum deilum á öskudaginn. Þá lét hún ekki bíða eftir sér og skellti sér beint í hvíta álfameyjarbúninginn.

Við leigðum í Krummahólum. Leigan var há og þegar hún hækkaði enn þá meira fórum við að hugsa okkur til hreyfings og keyptum okkur íbúð í Seljahverfi sem er rólegt og gott hverfi.“

Matarpokinn 15 þúsund krónum dýrari

„Einu sinni gat ég keypt fullan poka af mat fyrir fimm þúsund krónur en núna greiði ég tuttugu þúsund krónur fyrir matarpokann. Maðurinn minn er áhyggjufyllri en ég yfir innkomunni. Hann tekur eins mikla yfirvinnu og hann getur til þess að geta veitt okkur almennilegt líf á Íslandi. Hann fer í vinnuna sína í IKEA á kvöldin eða um nætur og vinnur tíu tíma í senn. Ég sæki þess vegna alltaf dóttur okkar í leikskólann strax eftir vinnu og við förum saman heim. En við deilum með okkur álaginu, hann vinnur meira og tekur allar þessar aukavaktir og ég er með dóttur okkar og elda og sé um heimilið.

Mig dreymir um að vera með sjálfstæðan rekstur í framtíðinni, veitingahús eða veisluþjónustu allavega eitthvað í kringum mat. Annað hvort á Íslandi eða á Filippseyjum. Við þurfum að hugsa fyrir elliárunum. Við getum ekki hætt að hugsa um innkomu eftir að við hættum að vinna. Við verðum að passa upp á afkomuna alveg þangað til að við deyjum. Sérstaklega ef við búum áfram á Íslandi þar sem við erum ekki með neitt öryggisnet og enga fjölskyldu til þess að halla okkur að ef eitthvað gerist.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“